Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2016 | 12:30

Ecco Tour: Axel á glæsilegum 68 á 1. degi Österlen PGA Open

Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, tekur þátt í Österlen PGA Open, í Österlen, Svíþjóð.

Mótið er hluti af Ecco Tour.

Axel lék í dag á 3 undir pari, 68 glæsihöggum og er sem stendur í 3. sæti á mótinu, en þó nokkrir eiga eftir að ljúka leik.

Á hringnum fékk Axel 6 fugla og 1 skolla og 1 skramba.

Sjá má stöðuna á Österlen PGA Open með því að SMELLA HÉR: