Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 9. 2016 | 12:00

Tiger ekki með í Opna bandaríska – gæti misst þátttökurétt sinn 2018

Tiger Woods hefir gefið út að hann muni ekki taka þátt í Opna bandaríska.

Hann sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu á Twitter:

Continuing to make solid progress but not ready to play US Open & Quicken Loans, will be hosting QLN for TWFound.  Til að sjá yfirlýsingu Tiger SMELLIÐ HÉR: 

Tiger er nú nr. 559 á heimslistanum og verður að vera meðal 60 efstu ætli hann sér í mótið gegnum heimslistann, en í augnablikinu er ómöguleiki fyrir hann að nota þá leið m.a. vegna þess hversu mörg mót hann hefir misst af vegna þess að hann er að jafna sig eftir 2 bakuppskurði.

Tiger fær sem þátttökurétt í Opna bandaríska á grundvelli 10 ára undanþágu, sem hann hlaut þegar hann haltraði af velli með US Open bikarinn 2008 á Torry Pines.

En sú undanþága rennur út eftir 2 ár.

Hins vegar er erfitt að sjá að hann (að því gefnu að hann sé nógu góður að spila) fái ekki undanþágu á Pebble Beach, sem er mótsstaður Opna bandaríska 2019.

Þangað til verður að ilja sér við minningar um betri tíma hjá Tiger t.a.m. árið 2000 þegar hann sigraði á Opna bandaríska á skori upp á 12-undir pari 272 höggum (65-69-71-67).