Frá Hlíðarvelli í Mosfelsbæ
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2016 | 14:30

Eimskipsmótaröðin 2016 (2): Aron Skúli með ás!

Heimamaðurinn Aron Skúli Ingason í GM fór holu í höggi í gær á lokahring Símamótsins, sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og er 2. mótið á Eimskipsmótaröðinni í ár.

Aron Skúli lék samtals á 12 yfir pari, 228 höggum (75 76 77).

Hann hafnaði í 31. sæti í karlaflokki af þeim 56 sem léku lokahringinn.

Ásinn, sem Aron Skúli sló á par-3 15. braut Hlíðavallar er fyrsti ás Arons Skúla og ekki amalegt að hann komi í móti og síðan ekki hvaða móti sem er heldur á mótaröð þeirra bestu!

Golf 1 óskar Aron Skúla innilega til hamingju með draumahöggið!