Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2016 | 14:00

Daly segist hafa dalað eftir sigra í risamótum

Það má segja ýmislegt um John Daly en eitt er víst að hann er býsna hreinskilinn.

Hann rifjaði nú nýlega upp hvað gerðist í lífi hans eftir 1995 þegar hann sigraði í 2. risamóti sínu þ.e. Opna breska á St. Andrews.

Eftir að allir þessir peningar fóru að streyma inn … varð ég bara latur,“ sagði hann. „Ég var með bestu samningana við Wilson og Reebok og allir þessu fjármunir streymdu inn. Ég æfði ekkert né einbeitt mér að peningunum. Í staðinn fyrir að vinna að hlutum sem ég þurfti að vinna í var ég bara latur.“

Þetta er bara það sem ég gerði og ég get ekki breytt því núna. En málið er bara að ég vildi að ég hefði haft hugarfarið sem ég hef núna á níunda áratugnum. En ég er bara ekki með líkamlegu burðina sem ég hafði á níunda áratugnum nú.“