Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2016 | 18:00

Viðtalið: Dagbjartur Sigurbrandsson, GR

Viðtalið í kvöld er við ungan GR-ing sem er svo sannarlega að gera góða hluti á Íslandsbankamótaröðinni og vænst er mikils af í framtíðinni, enda gríðarlegt efni þar á ferð.

Dagbjartur Sigurbrandsson

Dagbjartur Sigurbrandsson

Fullt nafn: Dagbjartur Sigurbrandsson.

Klúbbur: GR.

Hvar og hvenær fæddistu? Í Reykjavík 17. nóvember 2002.

Hvar ertu alinn upp? Grafarvoginum.

Í hvaða starfi/námi ertu? Er í Kelduskóla.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Litla systir mín spilar golf.

Dagbjartur og systir hans, sem líka er í golfi

Dagbjartur og systir hans, sem líka er í golfi

Hvenær byrjaðir þú í golfi? 2011 – byrjaði í Klúbbnum 2012.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Einn vinur minn dró mig á litla völlinn í Grafarvoginum.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?  Skógarvelli.

Hvort líkar þér betur: holukeppni eða höggleikur? Höggleikur.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir þinn/þínir á Íslandi?   Korpan og Hamarsvöllur í Borgarnesi.

Frá Hamarsvelli, einum uppáhaldsgolfvalla Dagbjarts Sigurbrandssonar á Íslandi. Mynd: Golfklúbbur Borgarness

Frá Hamarsvelli, einum uppáhaldsgolfvalla Dagbjarts Sigurbrandssonar á Íslandi. Mynd: Golfklúbbur Borgarness

Hefur þú spilað alla velli á Íslandi – Ef ekki nefna hversu marga af þeim 62 golfvöllum Íslands, þú hefur spilað á? Nei, en ég hef spilað u.þ.b. 25-30 velli.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum (nema á Íslandi)?  Eagle Creek Orlando og La Marquesa á Spáni. 

Frá La Marquesa á Spáni - einum uppáhaldsgolfvalla Dagbjarts erlendis - Ekki hægt að vera meira sammála honum!!!

Frá La Marquesa á Spáni – einum uppáhaldsgolfvalla Dagbjarts erlendis – Ekki hægt að vera meira sammála honum!!!

Hver er sérstæðasti golfvöllur, sem þú hefur spilað á?  La Finca á Spáni.

Hvað ertu með í forgjöf?  3,7.

Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? -6 = 66 á La Marquesa á Spáni.

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?  66 á La Marquesa. Var með besta skorið á Opnunarmóti Korpu 2016 varð í 2. sæti í Meistaramótinu og síðan hef ég farið holu í höggi.

Hefur þú farið holu í höggi?  Já, á 6. holu í Korpunni.

Spilar þú vetrargolf? Já.

Hvaða nesti ertu með í pokanum? Vatn, banana, samloku og stundum Prince Polo.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Fótbolta og körfubolta.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?  Nautakjöt. Uppáhaldsdrykkur? Kristall.  Uppáhaldsbók? Harry Potter.  Uppáhaldstónslist? Allar Harry Potter myndirnar.  Uppáhaldsgolfbók? Engin sérstök.

Notarðu hanska, ef svo er hvaða? Já, Footjoy Cabrettasof.

Dagbjartur notar einn besta golfhanskann

Dagbjartur notar einn besta golfhanskann

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?  Kk.: Jordan Spieth   Kvk: Michelle Wie.

Hvert er draumahollið? Ég og….. (nefna 3 fylla ráshópinn): Jordan Spieth, Adam Scott og Phil Mickelson.

Hvað er í pokanum hjá þér? Driver: Titleist 915 D2 10,5°; 3-tré: Titleist 915 F 15°;  Hálfviti: SrixonZH45 19°; 4-PW: Mizuno MP H5; Fleygjárn: Titleist SM5 50°, 54° og 60°; Pútter: Scotty Cameron Select Newport 2.5.

Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, David, Inga Rúnari og Jóni Hjartar.

Hver er besti golfkennari á Íslandi? David George Barnwell.

Ertu hjátrúarfullur? Nei.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Að komast á PGA Tour og standa mig vel í öllu sem ég geri.

Hvað finnst þér best við golfið?  Allt.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 100%.

Kanntu einhverja skemmtilega sögu af þér á golfvellinum eða geturðu sagt frá einhverju vandræðalegu sem fyrir þig hefir komið í golfi?: Engin sem ég man eftir.

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Að hafa rétt hugarfar og æfa vel.