Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2016 | 12:00

Evróputúrinn: Fitzpatrick efstur í hálfleik á Bro Hof Slott

Það er enski kylfingurinn Matthew Fitzpatrick sem er efstur í hálfleik á Nordea Masters mótinu, sem fram fer á Bro Hof Slot rétt utan við Stokkhólm og er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Ekki margir sem kannast við Matt Fitzpatrick , en sjá má eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Fitzpatrick er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (68 65).

Hann á 3 högg á næstu 5 keppinauta sína, sem saman deila 2. sætinu en það eru Nicolas Colsaerts, Skotinn Henry Scott, heimamaðurinn Alexander Björk, og Englendingarnir Ross Fisher og Andrew Johnston, en allir hafa þeir spilað á samtals 8 undir pari, hver.

Sjá má stöðuna á Nordea Masters að öðru leyti með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. dags á Nordea Masters með því að SMELLA HÉR: