Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2016 | 05:59

Eimskipsmótaröðin 2016 (2): Guðrún Brá og Berglind efstar í kvennaflokki e. 1. dag

Það eru þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Berglind Björnsdóttir, GR, sem eru efstar eftir 1. dag á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, sem fram fer á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, leiðir eftir fyrri dag 1. móts Eimskipsmótaraðarinnar 2014. Alltaf jafn glæsileg!  Mynd: GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, leiðir eftir fyrri dag 2. móts Eimskipsmótaraðarinnar 2016. Alltaf jafn glæsileg! Mynd: GSÍ

Báðar léku þær 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum.

Guðrún Brá fékk 3 fugla og 4 skolla en Berglind 2 fugla og 3 skolla.

Í 3. sæti er Særós Eva Óskarsdóttir en hún lék á 3 yfir pari, 75 höggum.

Alls er 21 keppandi á Símamótinu 2016.

Staða efstu kvenna, sem spiluðu á 76 eða betur eftir 1. dag Símamótsins 2016 er eftirfarandi:

1 Berglind Björnsdóttir GR 2 F (39 34)  73 högg

2 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK -3 F (36 37) 73 högg

3  Særós Eva Óskarsdóttir GKG 5 F (39 36) 75 högg.

4 Jódís Bóasdóttir GK 7 F (38 38) 76 högg.

5 Heiða Guðnadóttir GM 5 F (39 379 76 högg.

6 Anna Sólveig Snorradóttir GK 3 F (40 36) 76 högg.