Valdís og Ólafía. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2016 | 08:00

Ólafía og Valdís ekki með á Evían

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL komust hvorugar áfram á Evían risamótið, sem fram fer í Evían Les Bains í Frakklandi síðar í sumar úr úrtökumótinu, sem þær tóku báðar þátt í.

Aðeins 2 efstu kylfingarnir í mótinu komust áfram en það voru hvorutveggja reynslumiklir LET kylfingar, sem náðu þeim sætum; sú sem var efst var rússneski kylfingurinn Maria Verchenova og hin, hin danska Nanna Koertz Madsen.

Sjá má eldri kynningar Golf 1 á Maríu með því að SMELLA HÉR: og Nönnu með því að SMELLA HÉR: 

Sigurskor Verchenovu  og Koertz Madsen var 1 undir pari, 141 högg; Verchenova (72 69) og Koertz Madsen (72 71).

Ólafía Þórunn var ekki langt frá lék á samtals 6 yfir pari, 147 höggum (73 75) og varð T-11.

Valdís Þóra (79 82) varð T-51.

Sjá má lokastöðuna á úrtökumótinu fyrir Evían með því að SMELLA HÉR: