Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2016 | 08:45

Rose ekki með í Memorial

Justin Rose verður ekki með í móti vikunnar á PGA, The Memorial vegna bakverks.

Hann dró sig einnig úr flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar BMW PGA Championship vegna sama lasleika í baki.

Nr. 10 á heimslistanum (Rose) sem sigraði í Muirfield Village 2010 og var í 2. sæti 2008 og 2015, er stefnir hins vegar á að mæta keikur og frískur til leiks á Opna bandaríska risamótinu, sem hefst eftir rúmar 2 vikur.

Ég vil vera 100% í góðu formi, tilbúinn og einbeittur fyrir Opna bandaríska,“ sagði Rose í viðtali við Sky Sports, en hann var m.a. golfskýrandi stöðvarinnar s.l. sunnudag á Wentworth.

Á hverjum degi tek ég framförum og jafnvel þó það sé mikilvægt að flýta þessum hlutum ekki (þ.e. fara of fljótt af stað bakveikur) þá er ég hress og jákvæður.“