Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Pannarat Thanapolboonyaras (32/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 31 stúlka verið kynntar og nú verða kynntar þær sem deildu 15. sætinu en það eru þær: Pannarat Thanapolboonyaras, frá Thaílandi; Lindy Duncan, frá Bandaríkjunum; Bertine Strauss, frá Suður-Afríku og Holly Clyburn, frá Englandi.

Pannarat

Pannarat

Í dag verður Pannarat Thanapolboonyaras kynnt.

Pannarat fæddist 29. desember 1997 og er því aðeins 18 ára.

Hún er 1,70 á hæð og 55 kg að þyngd. Pannarat gerðist atvinnumaður í golfi 2015 og komst á bandaríska LPGA í fyrstu tilraun, yngst allra sem hlutu fullan keppnisrétt!

Þar áður spilaði hún í CLPGA eða China LPGA og á thaílenska LPGA.  Á thaílenska LPGA spilaði Pannarat í 5 mótum árið 2015 og með góðum árangri á þeim varð hún 13. á peningalista mótaraðarinnar.

Pannarat hefir samt sem áður ekkert gengið sérlega vel það sem af er fyrsta keppnistímabils síns á LPGA.

Af 10 mótum sem hún hefir spilað í á keppnistímabilinu á LPGA hefir henni aðeins 3 sinnum tekist að komast í gegnum niðurskurð og besti árangurinn er í Volvik mótinu sem fór fram 26.-29. maí s.l. en þar varð Pannarat T-27 og vann sér inn tékka upp á  $ 9.253.