Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2016 | 07:08

PGA: Spieth sigraði í Texas – með lokahring upp á 65!

Það var heimamaðurinn Jordan Spieth, sem stóð uppi sem sigurvegari á Dean&Deluca mótinu í Texas, en mótið var mót vikunnar á PGA Tour.

Spieth, sem er frá Texas lék á samtals 17 undir pari, 263 höggum (67 66 65 65).

Sigur Spieth var sannfærandi því hann átti 3 högg á næsta mann, landa sinn Harris English sem lék á samtals 14 undir pari.

Þriðja sætinu deildu Ryan Palmer og Webb Simpson á samtals 13 undir pari, hvor og í 5. sæti varð Kyle Reifers, á samtals 12 undir pari en aðeins þeir sem voru í 5 efstu sætunum náðu að spila samtals undir 10 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Dean&Deluca mótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Dean&Deluca mótsins SMELLIÐ HÉR: