Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2016 | 06:30

Íslandsbankamótaröðin 2016 (1): Ingvar Andri á 65!!!! Sigraði í drengjaflokk!

Það var Ingvar Andri Magnússon, GR, sem sigraði í drengjaflokki á 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á þessu ári 2016, en mótið fór fram dagana 27.-29. maí og lauk því í gær.

Ingvar Andri var á stórglæsilegu skori – samanlagt 4 undir pari (75 65) og var hann á langlægsta skori keppenda á Íslandsbankamótaröðinni og aðeins annar af tveimur sem lék undir pari; en alls voru þátttakendur 113. Hinn keppandinn sem lék undir pari var Sigurður Arnar Garðarsson, GKG var á samtals 1 undir pari (72 71).

Sérstaklega var seinni hringurinn hjá Ingvari Andri glæsilegur – ekki oft sem 65 sést í mótum hérlendis!

Á hringnum fékk Ingvar Andri 9 fugla og 2 skolla (en skollarnir komu á par-4 2. og par-3 13. braut.

Til hamingju elsku Ingvar Andri með frábært skor og árangur!!!

Úrslit í drengjaflokki á þessu 1. móti Íslandsbankamótaraðarinnar urðu annars eftirfarandi:

1 Ingvar Andri Magnússon GR -2 F 32 33 65 (75 65) 140 -4
2 Daníel Ísak Steinarsson GK 0 F (76 72) 148 4
3 Kristófer Karl Karlsson GM 2 F (77 73) 150 6
4 Ragnar Már Ríkarðsson GM 1 F (81 72) 153 9
5 Ingi Rúnar Birgisson GKG 2 F (81 73) 154 10
6 Magnús Friðrik Helgason GKG 3 F (77 77) 154 10
7 Viktor Ingi Einarsson GR 2 F (76 78) 154 10
8 Sigurður Bjarki Blumenstein GR 2 F (75 79) 154 10
9 Andri Már Guðmundsson GM 3 F ( 79 76) 155 11
10 Björgvin Franz Björgvinsson GM 3 F (78 80) 158 14
11 Kristófer Tjörvi Einarsson GV 2 F (80 78) 158 14
12 Sverrir Haraldsson GM 2 F (82 79) 161 17
13 Elvar Már Kristinsson GR 4 F (84 78) 162 18
14 Gunnar Aðalgeir Arason GA 8 F (83 80) 163 19
15 Jón Arnar Sigurðarson GKG 7 F ( 83 82) 165 21
16 Aron Emil Gunnarsson GOS 9 F ( 86 80) 166 22
17 Jón Gunnarsson GKG 6 F ( 84 82) 166 22
18 Viktor Markusson Klinger GKG 8 F (86 81) 167 23
19 Hilmar Snær Örvarsson GKG 5 F (86 82) 168 24
20 Dagur Þórhallsson GKG 8 F ( 86 84 )170 26
21 Viktor Snær Ívarsson GKG 8 F ( 86 84) 170 26
22 Birkir Orri Viðarsson GS 3 F (84 87) 171 27
23 Finnbogi Steingrímsson GM 10 F (93 81) 174 30
24 Steingrímur Daði Kristjánsson GK 14 F ( 87 93) 180 36
25 Bjarni Freyr Valgeirsson GR 11 F (97 93) 190 46
26 Brimar Jörvi Guðmundsson GA 24 F ( 102 95) 197 53
27 Halldór Benedikt Haraldsson GR 17 F (107 98) 205 61
28 Björn Torfi Tryggvason GA 24 F 66 58 (126 124) 250 106