Viðtalið: Sigrún Þórarinsdóttir, GÞH
Fullt nafn: Sigrún Þórarinsdóttir
Klúbbur: GÞH.
Hvar og hvenær fæddistu? 29. maí 1963 á Akranesi.
Hvar ertu alin upp? Í Grindavík.
Í hvaða starfi/námi ertu? Ég er bóndi ásamt því að vera bókari.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég er gift og á 2 börn og ekkert þeirra spilar golf nema ég.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? 5 ára.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Nágrannakona mín plataði mig í golfskóla.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Skógarvelli – af því að þar er meira logn.
Hvort líkar þér betur: holukeppni eða höggleikur? Holukeppni – mér finnst hún skemmtilegri.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir þinn/þínir á Íslandi? Húsatóftavöllur.
Hefir þú spilað alla velli á Íslandi – Ef ekki nefna hversu marga af þeim 62 golfvöllum Íslands, þú hefur spilað á? Bara 4-5 Vestmannaeyjavöllur, Hella, Hellishólar, Húsatóftavöllur.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum (nema á Íslandi)? Bara spilað á Flórída – Ventura er uppáhalds.

Frá Ventura í Flórída – uppáhaldsgolfvelli Sigrúnar erlendis
Hver er sérstæðasti golfvöllur, sem þú hefur spilað á? Vestmannaeyjavöllur út af umhverfinu.

Vestmannaeyjavöllur er í uppáhaldi hjá Sigrúnu út af umhverfinu! Mynd: Golf 1
Hvað ertu með í forgjöf? 36.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Það man ég ekki.
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Fuglinn á 17. á Hellishólum.
Hefir þú farið holu í höggi? Nei.
Spilar þú vetrargolf? Nei.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Banana og orkustykki og vatn.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Nei.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lambakjöt Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Uppáhaldsbók? Sjálfstætt fólk e. Laxness Uppáhaldstónslist? Reggie Uppáhaldskvikmynd? Dumb and dumber; Uppáhaldsgolfbók?: Reglubókin.
Notarðu hanska, ef svo er hvaða? Nota hanska og það er Footjoy.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kk.: Tiger Kvk.: Signý Arnórs.
Hvert er draumahollið? Ég og….. (nefna 3 fylla ráshópinn): Huldu vinkonu, Bjarney Kristín Sigurðar og Dagmar Jónu
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Dræver; 5-, 6- 7- 8- 9-járn; pútter, fleygjárn og sandwedge og golfveiðistöng. Uppáhaldskylfan: 7-an.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já.
Hver er besti golfkennari á Íslandi? Sigurpáll Sveinsson
Ertu hjátrúarfull? Nei.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Hafa gaman að því.
Hvað finnst þér best við golfið? Útiveran og að ganga úti.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? 40% – mætti vera 70%.
Skemmtisaga: Þegar boltinn fór út af á 4. braut á Vestmannaeyjavelli og skoppaði eftir veginum – var auðvitað out of bounce en skoppaði síðan inn á völlinn aftur. Þetta er eflaust lengsta dræv sem ég hef átt!
Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Ná andlegri og innri ró.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
