Valdís og Ólafía
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2016 | 08:00

Valdís og Ólafía komust ekki áfram

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni komust ekki áfram á úrtökumótinu fyrir Opna bandaríska meistaramótið.

Ólafía lék hringina tvo á +7 samtals og endaði í 44. sæti (77-74). Valdís endaði í 53. sæti á +9 (75-78).

Mótið fór fram á Buckinghamshire vellinum rétt utan við London.

Fimm efstu kylfingarnir komust áfram á risamótið og voru þeir kylfingar á -3, -4 og -5 höggum undir pari eftir 36 holur.

Sjá má lokastöðuna með því að SMELLA HÉR: