Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2016 | 10:00

Hjúskaparráðgjafinn Donald Trump

Nú eru 7 ár síðan að allir golffjölmiðlar kepptust við að færa fréttir af framhjáhöldum Tiger.

Það var vart hægt að skoða íþróttafréttir án þess að ný frétt væri um einhverja nýja sem Tiger átti að hafa átt vingott við.

Nú þegar Donald Trump virðist næsta öruggur forsetaframbjóðandi Repúblíkanaflokksins er e.t.v. áhugavert að rifja upp hvaða „ráð“ hann gaf Tiger á sínum tíma í hjúskaparerfiðleikum hans.

Hér fer álit Trump á framhjáhöldum Tiger og hvað væri til ráða í stöðunni, sem birtist í grein ritstjóra Golf 1 á árið 2010:

Ráð Donald Trump til Tiger

Látið Donald Trump um að sjá í gegnum loðmulluna og gefa Tiger Woods nokkur ráð, sem ganga þvert á allar aðrar (ráðleggingar).

Meðan margir alvarlegir spjallþáttastjórnendur og þátttakendur spjallþátta í Bandaríkjunum keppast við að “ráðleggja” Tiger að vinna hörðum höndum að því að bjarga hjúskap sínum og Elínar, þá ráðleggur Trump Tiger að sækja um skilnað og taka upp playboy lifnaðarhætti.

“Ég set spurningarmerki við hvort þau ættu nokkuð að vera saman aftur,” sagði hinn 63 ára (69 ára í dag) gamli viðskiptajöfur við Fox News.

„Sambandið hefir beðið þvílíkt tjón og ef fréttir af framhjáhaldi Tigers eru aðeins sannar að hálfu, þá myndi ég ráðleggja Tiger að líta bara á þetta sem slæma reynslu, segja bye-bye, fara út og vera glæsilegur playboy og vinna mót og lifa ljúfa lífinu.

Ég trúi ekki almennilega á svona kynlífsáráttuhegðunarmeðferðir.

„Tiger er vinur minn og ég ber mikla virðingu fyrir honum sem íþróttamanni, en þetta allt er algerlega farið úr böndunum.”

“Ég held að “conceptið” um að þau (Elín og Tiger) taki saman aftur sé ekki endilega í þágu þeirra beggja.”

Trump, sem hefir verið kvæntur í þrígang telur að óhjákvæmilegt sé að Tiger og Elín muni rífast fljótlega aftur (eftir að þau taka saman) og það muni ekki vera fallegt áheyrnar.

“Samband þeirra hefir beðið svo mikinn skaða að í hvert sinn sem þau lenda í pínurifrildi, mun hún horfa á hann blóðstorknum augum.

“Ég hugsa að það besta sem hann gerði værir að fara sína leið, vinna hörðum höndum að golfleik sínum, sigra á risamótum og öðrum mótum og halda áfram að vera kannski besti kylfingur, sem gengið hefir á jörðinni.”

Donald Trump dregur einnig í efa hvort Tiger hafi höndlað kynlífskandalinn vel opinberlega og segist ekkert detta af stólnum af hrifningu yfir að Tiger skyldi ekki svara spurningum fjölmiðla á föstudaginn.

„Að halda svona lokaðan fréttamannafund,sem samtök golffréttamanna neituðu að mæta á… mín ráð til Tigers væru bara allt önnur.”

“Ég hefði fremur viljað sjá hann snúa fyrr aftur á opinberan vettvang.

„Það mikilvægasta er að Tiger snúi aftur út á golfvöll og vinni (mót).”

Reyndar er staðan óbreytt hvað þetta síðastnefnda varðar; við viljum öll sjá Tiger vinna aftur mót!!! Spurning hvort hann geti það í dag, 2016?