Bryce Molder
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2016 | 05:45

PGA: Molder bestur á Colonial – Hápunktar 2. dags

Bryce Molder er í efsta sæti á Dean & Deluca Inv. sem fram fer á Colonial CC í Fort Worth, Texas.

Molder er búinn að spila á samtals 9 undir pari og á eftir að spila 3 holur en fresta varð mótinu vegna myrkurs og verður fram haldið snemma í dag.

Í 2. sæti er Webb Simpson, en hann hefir lokið leik á 2. hring á samtals 8 undir pari (65 67).

Þriðja sætinu deila síðan þeir Jordan Spieth og Patrick Reed á 7 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna á Dean & Deluca Inv. SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Dean & Deluca Inv. SMELLIÐ HÉR: