Evróputúrinn: Paul Scholes, Robbie Fowler og Peter Schmeichel meðal þeirra sem taka þátt í Pro-Am á Wentworth
Á morgun hefst á Wentworth flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar, þ.e. BMW PGA Championship.
Áður en mótið sjálft hefst er venja að frægir áhugamenn í golfi spili í sérstöku móti við atvinnumennina, sem keppa síðan í sjálfu mótinu.
Slík mót eru nefnd Pro-Am (stytting á Professional (atvinnumenn) – Amateur (áhugamenn) ).
Íþróttastjörnur er meðal þeirra sem vinsælar eru í Pro-Am mótum, enda margar stjörnur annarra íþróttagreina, sem hafa áhuga á golfi.
Meðal þeirra sem taka þátt í Pro-Am mótinu fyrir BMW PGA Championship og komnir eru á Virgina Water eru Robbie Fowler, Kevin Pietersen, Paul Scholes og Peter Schmeichel.
Þeir munu m.a. vera í liðum með atvinnumönnum á borð við Masters sigurvegarann Danny Willett, fyrirliða Evrópu í Ryder bikarnum Darren Clarke og tvöfaldan risamótssigurvegarann Martin Kaymer.
Spennandi mót framundan á Evróputúrnum og hefst það á morgun.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
