Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Paul Scholes, Robbie Fowler og Peter Schmeichel meðal þeirra sem taka þátt í Pro-Am á Wentworth

Á morgun hefst á Wentworth flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar, þ.e. BMW PGA Championship.

Áður en mótið sjálft hefst er venja að frægir áhugamenn í golfi spili í sérstöku móti við atvinnumennina, sem keppa síðan í sjálfu mótinu.

Slík mót eru nefnd Pro-Am (stytting á Professional (atvinnumenn) – Amateur (áhugamenn) ).

Íþróttastjörnur er meðal þeirra sem vinsælar eru í Pro-Am mótum, enda margar stjörnur annarra íþróttagreina, sem hafa áhuga á golfi.

Meðal þeirra sem taka þátt í Pro-Am mótinu fyrir BMW PGA Championship og komnir eru á Virgina Water eru Robbie Fowler, Kevin Pietersen, Paul Scholes og Peter Schmeichel.

Þeir munu m.a. vera í liðum með atvinnumönnum á borð við Masters sigurvegarann Danny Willett, fyrirliða Evrópu í Ryder bikarnum Darren Clarke og tvöfaldan risamótssigurvegarann Martin Kaymer.

Spennandi mót framundan á Evróputúrnum og hefst það á morgun.