An elderly man lays on the ground and tries to place a golf ball on top of a dirt mound in a still from the silent film, ‘Queer Ducks’ from Educational Pictures. He wears a cap, a V-neck sweater, britches, and spectator shoes. (Photo by Hulton Archive/Getty Images)
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2016 | 12:00

Þegar aldurinn færist yfir kylfinga

Öll eldumst við. Til margra ára jafnvel um aldir hefir því verið haldið fram að golf sé íþrótt ekki aðeins heldri heldur eldri manna. Golf er íþrótt sem ástunduð eftir að dagar þínir í handbolta, fótbolta, körfubolta o.s.frv. eru taldir.

Ef flett er í gegnum golf magasín þá hellist yfir lesandann flóð af myndum af ungum líkömum, sem undnir eru aftur í þvílíkar baksveiflustöður að það fær tárin fram í augun á flestum. Auðvitað er allt “relatívt”. Himinn og höf skilja að það sem mannslíkaminn “gæti” afrekað og það sem flest okkar eru fær um að framkvæma í raun.

Þegar aldurinn færist yfir kylfinga þá missir líkaminn liðleika sinn og sveigjanleika og með tímanum missum við hæfnina til að bæta við kraft og styrk – eða a.m.k. er kemur kraft- og styrkaukningin á snigilhraða og hverfur mun fyrr, sé æfingum ekki viðhaldið!

Margir kylfingar eru enn í mjög góðu formi við 70 ára aldurinn og mun líklegra er að það sem hefir áhrif hefir á frammistöðuna í golfinu sé ekki aldurinn heldur sé lykilatriðið mun fremur lífstíll, mataræði og ættfræðilegir þættir.

Á miðjum aldri eru það þættir eins og krefjandi starf eða fjölskyldumyndun, sem hafa áhrif á líkama okkar. Margir á því aldursskeiði fá liðaverki vegna aukins álags á hrygg, axlir mjaðmir, hné eða ökkla. Það að bogra yfir tölvum, sitja langtímum saman í bíl á löngum akstursleiðum eða illa hannaðir stólar, þegar setið er á löngum og ströngum fundum, er ekki gott fyrir líkamann. En fæst okkar breyta út af lífstíl – fæst geta það – við hlaupum að eldhússkápnum og fáum okkur glucosamín fremur en að hlaupa út af fundi. Hér er fremur um lífstílsvandamál að ræða en hækkandi aldur –

Annað sem getur verið til trafala eru viðtekin viðhorf. Þannig stakk eitt sinn maður sem var að taka viðtal við balletdansarann fræga Sylvie Guillem upp á að hún hætti að dansa vegna þess að ballerínur “ættu” ekki að dansa eftir að þær væru komnar á fertugsaldurinn.

Sylvie svaraði: “Ég var alltaf með mikla verki þegar ég kom af sviðinu eftir dansinn þegar ég var tvítug; en það verða aldrei verkirnir sem fá mig til þess að hætta að dansa.”

Svarið er sniðugt að því leyti að Sylvie sneiðir hjá því sem spyrjandinn virðist gefa sér sem “norm” og veltir í raun upp athyglisverðum fleti þ.e. þeim að þegar við erum yngri þá gleymum við verkjum og erfiðleikum, sem við stöndum frammi fyrir þá, en kennum hækkandi aldri um þegar við eldumst!”

Stærsta hindrunin eða “merki” um að aldurinn færist yfir kylfinginn er að hann slær ekki eins langt. Lengdin er orðin mikilvægur þáttur þegar spilað er á nýjustu golfvöllunum og vinsælt virtist á ákveðnum tíma vera meðal golfvallarhönnuða að koma fyrir vatnstorfæru framan við teig, þannig að slá þarf yfir vatn.

Það að missa hæfileikann til þess að slá yfir torfærur getur dregið úr ánægjunni sem fæst við að leika golf, reyndar er það reynt og beint ergilegt – og flestir hætta því sem þeim finnst ekki lengur skemmtilegt að gera – fyrir margan afrekskylfinginn er hæfni þeirra í golfleiknum oft tengt því hvernig hann skilgreinir sig sem manneskju þannig að missir hæfni í golfi veldur áfalli.

Besta leiðin og strategían til þess að fást við líkamlega vandamál, sveiflubreytingar, missi góðs forms eða hæfni er að þróa og viðhalda heilbrigðri afstöðu til golfsins og lífsins. Við verðum öll að takast á við alllskyns vandamál og hindranir í lífinu og það sem skiptir mestu máli er hvernig tekist er á við þau. Þetta á ekki aðeins við um aldrandi líkama og áhrif þess á golfleikinn heldur næstum hvert einasta þátt lífs okkar.

Í rannsókn* sem gerð var á íþróttamönnum á Olympíuleikunum þá var eitt lykilatriðið sem íþróttamennirnir töldu að leitt hefði til góðs árangurs þeirra afstaða þeirra sjálfra. Í sömu rannsókn sem tók til eldri kvenna þá var það sem hvatti eldri konur áfram og viðhélt lífsgleði þeirra, þrátt fyrir öll vandamál, afstaða þeirra til lífsins.

Sú afstaða að vera jákvæður getur breytt öllu fyrir eldri kylfinga, sem vilja halda sér í eins góðu formi og þeir mögulega geta. Reyndar gildir þessi regla líka fyrir þá kylfinga sem yngri eru.

En hvað eldri kylfingana sérstaklega áhrærir þá er hægt að bæta það, sem tapast í líkamskrafti eða sveigjanleika með hækkandi aldri upp með því að spila af skynsemi, hafa betri golfvallarstjórn þ.e. skipuleggja betur hvar boltanum er lent á golfvellinum, þ.e. taka betri ákvarðanir á golfvellinum og viðhalda einbeitingu og sjálfsöryggi.

Heimild: Byggt á grein Kitrinu Douglas í Woman&Golf í júní 2008, en Douglas er starfar við háskólann í Bristol, við rannsókn á hvata kvenna til þátttöku í íþróttum, andlegri velferð, þeirra, æfingum og heilsu í íþróttum.

Douglas er tvöfaldur Masters meistari í golfi, einn virtasti golfkennari á Bretlandseyjum og var í fyrsta liði Evrópu, 1992, sem sigraði Solheim bikarinn.

* Rannsóknin sem vísað er til: Douglas, K og Carless, D.; “The Performance Environment: A Study of the Personal, Lifestyle and Environmental Factors that Affect Sporting Performance; Research Report for the UK Sport Council, 2006.