Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2016 | 10:45

Frægir kylfingar: Fred Astaire

Fred Astaire (1899-1987) hinn fjölhæfi dansari, söngvari og leikari lærði að spila golf í sumarfríi sínu sem unglingur 1914 í Delaware Water Gap., Pennsylvaníu í Bandaríkjunum.

Ég var svo forfallinn kylfingur að ég svaf vart á næturna” sagði hann seinna í uppkasti að sjálfsævisögu sinni.

Mig langaði afskaplega til þess að verða atvinnumaður í golfi.”

Í kvikmynd sem Fred Astaire lék í árið 1938, ásamt golf- og dansfélaga sínum, Ginger Rogers – “Carefree” – slær Fred Astair golfbolta meðan hann steppdansar á 1. teig Bel-Air Country Club í Los Angeles.

Í þeim golfklúbbi spilaði hann oft golf, var með 10 í forgjöf og náði m.a. að fara holu í höggi á 13. í Bel-Air.

Til þess að sjá steppdansatriði Fred Astaire, þar sem hann slær golfbolta, í kvikmyndinni “Carefree” SMELLIÐ HÉR: