Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 25. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Jing Yan (31/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015.

Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída.

Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA.

Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan.

Alls hafa 30 stúlkur verið kynntar og nú verður kynnt síðasta af þeim 3, sem deildu 19. sætinu en það eru: Benyapa Niphatsophon frá Thaílandi; Jing Yan, frá Kína og Christine Song frá Bandaríkjunum.

Þessar þrjár þurftu síðan að heyja bráðabana um hverjar 2 af þeim fengu kortið sitt þ.e. fullan þátttökurétt á LPGA.

Þar höfðu þær Niphatsophon og Yan vinningin en Christine Song sat eftir með sárt ennið og takmarkaðan spilarétt á LPGA.

Stúlkurnar 3 í 19. sæti léku allar hringina 5 á samtals -3 undir pari, 356 höggum.

Í dag verður annar af lukkunar pamfílunum kynnt Jing Yan, en hinar tvær hafa þegar verið kynntar.

Jing Yan byrjaði að spila golf 4 ára.

Hún segir pabba sinn hafa haft mestan áhrif á feril sinn vegna þess að hann vann í mörg ár sem fréttamaður hjá ESPN og hann hvatti hana til að byrja í golfi og gerði henni kleift að hitta marga af uppáhalds stjörnum Yan í golfi þ.á.m. Tiger Woods og Anniku Sörenstam.

Yan hefir gaman að kvikmyndum.

Hún komst í gegnum úrtökumót LPGA í fyrstu tilraun sinni 2015.  Það ár 2015 spilaði Yan í 14 mótum og náði niðurskurði 7 sinnum.  Besta árangri sínum T-11 náði hún á Kingsmill Championship Presented by JTBCþ

Sem stendur er Yan nr. 135 á Rolex-heimslistanum.