Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2016 | 09:00

Evróputúrinn: Willett efstur á Opna írska e. 1. dag

Það er Masters sigurvegarinn í ár Danny Willett sem leiðir eftir 1. dag á Opna írska þar sem nr. 3 á heimslistanum (Rory McIlroy) er gestgjafi.

En Rory er ekki bara gestgjafi hann vermir líka 2. sætið … og er ekkert sérlega ánægður … að vera að spila á heimavelli og vera ekki efstur.

Willett spilaði 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum og Rory er 2 höggum í 2. sæti á 67 höggum.

Sjá má hápunkta 1. dags á Opna írska með því að SMELLA HÉR:

Sjá má stöðuna á Opna írska eða Dubai Duty Free Irish Open Hosted by the Rory Foundation eins og það heitir á frummálinu með því að SMELLA HÉR: