Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2016 | 11:00

LPGA: Er Ha Na Yang frá keppni vegna umdeilds atviks?

Ha Na Jang mun ekki spila á LPGA í a.m.k. 2 vikur í viðbót skv. frétt Yonhap News Agency.

Jang er nr. 9 á Rolex-heimslista kvenna.

Hún mun ekki verða með í Kingsmill Championship, sem fram fer í þessari viku, sem og Volvik Championship  sem fram fer í  Ann Arbor, Michigan.

Jang hefir verið í meðferð vegna svefn- og blóðleysis og hún dró sig úr Swinging Skirts LPGA-mótinu 21. apríl

Jang hefir sigrað tvívegis á LPGA á þessu keppnistímabili en hún hefir jafnframt þjáðst af sjóntruflunum, svima og uppköstum frá því um miðjan mars sl.  Stress?

Jang hefir verið „veik“ frá því faðir hennar henti harðri ferðatösku niður rúllustiga á flugvelli, sem meiddi In Gee Chun, keppninaut Jang, sem stóð þar niðri.

Umdeilt er hvort þetta hafi verið viljaverk?

Chun gat ekki verið með í fjölmörgum mótum vegna þessa atviks.

Jang var mikið gagnrýnd fyrir að halda og mikið upp á sigur sinn í Singapore eftir þetta „óíþróttamannlega“ atvik.

Chun fannst líka skorta á að Jang fjölskyldan bæði sig afsökunar.

Jang sagði tveimur bandarískum fréttamönnum fyrir JTBC Founders Cup að hún sæti í hótelherbergjum á hverjum degi grátandi yfir þessu atviki.  Þetta er greinilega enn að taka sinn toll af henni. Jang er ekki meðal kylfinga sem koma til greina að keppa á Ólympíuleikunum í ár. Það verður væntanlega Chun, sem fær 4. og síðasta kvenkylfingssætið í liði S-Kóreu.

E.t.v. grætur Jang þá staðreynd enn meir???