Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2016 | 13:00

LET: Feng sigraði á Buick Championship í Kína

Það var kínverski kylfingurinn Shanshan Feng, sem sigraði á Buick Championship í Kína.

Feng lék á samtals 14 undir pari líkt og NY Choi og varð síðan að koma til bráðabana milli þeirra.

Þar fékk Feng fugl setti niður glæsilegt 3 1/2 metra pútt meðan Choi fékk leiðindaskolla.

Leikið var á Qizhong Shanghai Garden Golf.

Til þess að sjá lokastöðuna á Buick Championship SMELLIÐ HÉR: