Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2016 | 12:00

GK: Andri Þór að besta skorinu á Opna Icelandair

Í gær, 14. maí 2016, var haldið fyrsta opna mót sumarsins á Hvaleyrarvelli. 171 kylfingur mætti til að taka þátt í Opna Icelandair Golfersmótinu. Smá rignarúði tók á móti kylfingum í morgunsárið. En fljótlega kom fyrirmyndar veður og má þakka veðurguðunum kærlega fyrir það. Mikill áhugi var á mótinu strax og þurfti að bætta við rástímum og var byrjað kl 07:00 um morguninn. Verðlaun voru glæsileg að vanda og er Icelandair Golfers þakkað kærlega fyrir flott samstarf. Golfklúbburinn Keilir þakkar öllum fyrir skemmtilegan og ánægjulegan dag. Verðlaunahafar munu fá senda tilkynningu um vinninga sína í tölvupósti fljótlega eftir helgi.

Úrslit mótsins urðu eftirfarandi:

Besta skor:
Andri Þór Björnsson GR 66 högg Evrópumiði með Icelandair

Punktakeppni:
1. sæti Daníel Ísak Steinarsson GK 43 punktar Evrópumiði með Icelandair
2. sæti Hjörtur Ingþórsson GR 40 punktar Evrópumiði með Icelandair
3. sæti Siggeir Vilhjálmsson GSE 39 punktar 50.000 kr Inneign hjá Icelandair
4. sæti Sigurður F. Guðmundsson GR 39 punktar 50.000 kr Inneign hjá Icelandair
5. sæti Sigurþór Jónsson GK 39 punktar 15.000 kr Úttekt Golfverslun Keilis

Nándarverðlaun:
4. braut Kjartan Einarsson 1,64 m 15.000 kr Úttekt Golfverslun Keilis
6. braut Atli Kolbeinn 1,0 m 15.000 kr Úttekt Golfverslun Keilis
10. braut Gísli Guðni Hall 2,02 m 50.000 kr Inneign hjá Icelandair
16. braut Rósant Birgisson 55 cm 50.000 kr Inneign hjá Icelandair

Sjá má öll úrslit í mótinu með því að SMELLA HÉR: