Andri Steinn Sigurjónsson, GV. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2016 | 09:30

GV: Andri Steinn sigraði á Böddabita-mótinu

„Ég elska Vestmannaeyjavöll.“

Þetta mátti heyra þá segja, sem voru að spila í 1. sinn á vellinum í Böddabita-mótinu, sem fram fór í skínandi fögru veðri í Vestmannaeyjum 14. maí 2016.  Hinir sem voru að spila hann aftur hafa væntanlega líka gert það af sömu ástæðu.

Völlurinn er hreint út sagt frábær og fallegur í alla staði;  það eru einfaldlega ekki til nógu stór lýsingarorð, sem ná honum. Þvílík forréttindi sem Vestmanneyingar njóta að spila á svona flottum golfvelli á hverjum einasta degi. Að svona völlur skuli vera til á Íslandi. Hann er dásamlegt djásn í ríkri golfvallarflóru Íslendinga, golfvalla fegurstur og skemmtilegastur að spila á!!!

Við erum á Íslandi í upphafi golftímabilsins, en flatirnar á Vestmannaeyjavelli hraðar og ótrúlega góðar, sem og reyndar allur völlurinn í heild.

Keppnisfyrirkomulag í Böddabita-mótinu var almennt þ.e. verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og fyrir besta skor, auk þess sem veitt voru ýmis önnur verðlaun og nándarverðlaun á öllum par-3 holum og dregið úr skorkortum viðstaddra í mótslok. Mótið var SKEMMTILEGT!!!

Alls voru þátttakendur 71, þar af 12 kvenkylfingar, en af þeim stóð heimakonan Hrönn Harðardóttir sig best, var á 34 punktum og á 99 höggum og voru henni veitt sérstök verðlaun.  Styrktaraðilar Böddabita-mótsins stóðu sig vel þar enda ekki öll mót sem verðlauna kvenkylfinga og mættu aðrir taka sér það til fyrirmyndar!!!

Hrönn Harðardóttir, GV, stóð sig best af konunum. Mynd: Golf 1

Hrönn Harðardóttir, GV, stóð sig best af konunum. Mynd: Golf 1

Á besta skorinu í Böddabita-mótinu voru þrír Örlygur Helgi Grímsson, GV, Karl Haraldsson, GV og Daníel Ingi Sigurjónsson, GV, en þeir léku allir Vestmannaeyjavöll á 73 glæsihöggum.

Andri Steinn Sigurjónsson, GV sigraði í punktakeppninni á glæsilegum 40 punktum og í 2. sæti var Gunnar K Gunnarsson, GV á 38 punktum og í 3. sæti Guðjón Gunnsteinsson, GV á 37 punktum (21 16).

Andri Steinn Sigurjónsson, sigurvegari punktakeppni - var með glæsilega 40 punkta á Böddabita-mótinu í Vestmannaeyjum. Mynd: Golf 1

Andri Steinn Sigurjónsson, sigurvegari punktakeppni – var með glæsilega 40 punkta á Böddabita-mótinu í Vestmannaeyjum. Mynd: Golf 1

Úrslitin í punktakeppninni að öðru leyti voru eftirfarandi:

1 Andri Steinn Sigurjónsson GV 24 F 23 17 40 40 40
2 Gunnar K Gunnarsson GV 20 F 19 19 38 38 38
3 Guðjón Gunnsteinsson GV 13 F 21 16 37 37 37
4 Viðar Hjálmarsson GV 19 F 22 15 37 37 37
5 Daníel Ingi Sigurjónsson GV 3 F 18 18 36 36 36
6 Eyþór Harðarson GV 8 F 18 18 36 36 36
7 Halldór Sigurbjörn Guðjónsson GK 10 F 20 16 36 36 36
8 Kristinn Erlingur Árnason GV 17 F 20 16 36 36 36
9 Sigurjón Birgisson GV 21 F 20 16 36 36 36
10 Karl Haraldsson GV 2 F 14 21 35 35 35
11 Ágúst Ómar Einarsson GV 13 F 17 18 35 35 35
12 Brynjar Smári Unnarsson GV 4 F 17 18 35 35 35
13 Magnús Sigurðsson GV 23 F 18 17 35 35 35
14 Sæþór Freyr Heimisson GV 5 F 18 17 35 35 35
15 Helgi Bragason GV 10 F 21 14 35 35 35
16 Bergur Magnús Sigmundsson GV 15 F 15 19 34 34 34
17 Hrönn Harðardóttir GV 27 F 18 16 34 34 34
18 Sigurjón Pálsson GV 6 F 19 15 34 34 34
19 Hannes Kristinn Sigurðsson GV 22 F 14 19 33 33 33
20 Magnús Gylfason GK 10 F 16 17 33 33 33
21 Lárus Garðar Long GV 3 F 16 17 33 33 33
22 Dagmar Jóna Elvarsdóttir GG 28 F 19 14 33 33 33
23 Örlygur Helgi Grímsson GV -1 F 15 17 32 32 32
24 Tryggvi Kristinn Ólafsson GV 16 F 16 16 32 32 32
25 Jón Pétursson GV 11 F 18 14 32 32 32
26 Bjarki Guðnason GV 8 F 18 14 32 32 32
27 Yngvi Geir Skarphéðinsson GV 16 F 14 17 31 31 31
28 Ingibergur Einarsson GV 13 F 15 16 31 31 31
29 Erling Adolf Ágústsson GR 10 F 15 16 31 31 31
30 Jón Valgarð Gústafsson GG 3 F 15 16 31 31 31
31 Ríkharður Hrafnkelsson GMS 8 F 17 14 31 31 31
32 Halldór Gunnlaugsson NK 11 F 18 13 31 31 31
33 Sigurður Bragason GV 10 F 18 13 31 31 31
34 Aron Elí Gíslason GA 5 F 10 20 30 30 30
35 Guðmundur Guðlaugsson GV 17 F 13 17 30 30 30
36 Axel Valdemar Gunnlaugsson GK 16 F 16 14 30 30 30
37 Stefán Sævar Guðjónsson GV 12 F 16 14 30 30 30
38 Þorkell Þór Gunnarsson GS 11 F 16 14 30 30 30
39 Pálmi Harðarson GV 12 F 18 12 30 30 30
40 Hlynur Stefánsson GV 7 F 19 11 30 30 30
41 Lárus Long GK 7 F 20 10 30 30 30
42 Ingvar Ingvarsson GS 2 F 12 17 29 29 29
43 Arilíus Smári Hauksson GL 13 F 14 15 29 29 29
44 Björn Steinar Stefánsson GKG 9 F 18 11 29 29 29
45 Þór Kristjánsson GV 24 F 19 10 29 29 29
46 Haraldur Óskarsson GV 11 F 13 15 28 28 28
47 Guðni Sigurðsson GV 17 F 13 15 28 28 28
48 Sigurjón Hinrik Adolfsson GV 7 F 16 12 28 28 28
49 Brynjar Einarsson GÞH 21 F 7 20 27 27 27
50 Sigursveinn Þórðarson GV 16 F 11 16 27 27 27
51 Gunnlaugur Úlfar Gunnlaugsson GG 23 F 13 14 27 27 27
52 Magnús Þórarinsson GV 6 F 15 12 27 27 27
53 Björn Friðþjófsson GK 16 F 15 12 27 27 27
54 Ásbjörn Garðarsson GV 9 F 14 12 26 26 26
55 Óðinn Kristjánsson GV 15 F 11 14 25 25 25
56 Alda Harðardóttir GKG 19 F 13 12 25 25 25
57 Karín Herta Hafsteinsdóttir GMS 18 F 14 11 25 25 25
58 Kristján Gunnar Ólafsson GV 18 F 15 10 25 25 25
59 Sveinbjörn Kristinn Óðinsson GV 12 F 12 12 24 24 24
60 Sverrir Friðþjófsson GR 21 F 13 11 24 24 24
61 Ingvar Ingvarsson GS 18 F 14 10 24 24 24
62 Stefán Örn Unnarsson GR 10 F 17 7 24 24 24
63 Ragnheiður Jónsdóttir GKS 26 F 13 10 23 23 23
64 Jóhann Pétursson GV 11 F 9 12 21 21 21
65 Þórveig Hulda Alfreðsdóttir GKG 28 F 12 8 20 20 20
66 Ragnheiður H Ragnarsdóttir GKG 28 F 12 7 19 19 19
67 Kristín Gísladóttir GG 28 F 10 8 18 18 18
68 Magnúsína Ágústsdóttir GV 28 F 12 6 18 18 18
69 Sigrún Þórarinsdóttir GÞH 28 F 7 6 13 13 13
70 Harpa Gísladóttir GV 28 F 9 2 11 11 11
71 Laufey Grétarsdóttir GV 28 F 6 2 8 8 8