Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2016 | 10:00

LPGA: Choi og Feng enn í forystu í Kína f. lokahringinn

„Heimakonan“ Shashan Feng og NY Choi frá Suður-Kóreu eru enn hnífjafnar fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun á Buick Championship.

Mótið fer fram í Shanghai Qizhong Garden Golf í Kína.

Choi og Feng eru báðar á samtals 14 undir pari, hvor; Choi (69 68 70) og Feng (71 66 70).

Bandaríski kylfingurinn Beth Allen er í 3. sæti 2 höggum á eftir forystukonunum á 7 undir pari og í 4. sæti er enski kylfingurinn Florentyna Parker á samtals 6 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á Buick Open SMELLIÐ HÉR: