Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2016 | 06:30

PGA: Day enn í forystu á Players e. 2. dag

Ástralski kylfingurinn Jason Day heldur forystu sinni á The Players mótinu í hálfleik.

Day er búinn að spila á samtals 14 undir pari og hefir 3 högga forystu á næstu menn, en á eftir að ljúka hring sínum, en hringnum var frestað til dagsins í dag vegna myrkurs.

Day á eftir að spila 4 holur og getur því enn aukið forskot sitt …. ja, eða tapað því niður, en sem stendur er hann enn efstur!!!

Sá sem er í 2. sæti á samtals 11 undir pari (65 68) er Írinn Shane Lowry og í 3. sæti á 10 undir pari Svíinn Jonas Blixt; Bandaríkjamaðurinn Cameron Tringale (65 69) og Þjóðverjinn Alex Cejka (67 67).

Til þess að sjá stöðuna á The Players eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags SMELLIÐ HÉR: