Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1 Viðtal LET Access við Valdísi Þóru Jónsdóttur
Leik hefur nú verið frestað til kl. 14:00 að staðartíma (þ.e. kl. 12:00 að íslenskum tíma) á Ribeira mótinu í Lugo, Spáni sem þær Valdís Þóra og Ólafía Þórunn taka þátt í. Og nú rétt í þessu var verið að tilkynna að ekkert yrði leikið í dag vegna þess að völlurinn er óleikhæfur. Mótið hefir jafnframt verið stytt í 36 holu mót og verður reynt að klára mótið á morgun.
Í stað nýrrar stöðu er ætlunin hér að birta viðtal við Valdísi Þóru, frá því í febrúar s.l. nánar tiltekið 16. febrúar 2016, en þá birti LET Access mótaröðin kynningu á Valdísi Þóra á vefsíðu sinni. Hér má sjá viðtalið í íslenskri þýðingu; þeir sem vilja sjá það í frumtextanum, geta farið inn á vefsíðu LET Access með því að SMELLA HÉR:
Hér fer íslenska þýðingin:
„Valdís Jónsdóttir frá Íslandi er að keppa á 3. keppnistímabili sínu sem atvinnumaður. Eftir að útskrifast frá háskóla í Bandaríkjunum hefir Valdís spilað s.l. tvö keppnistímabil á LET Access Series. Besti árangur Íslendingsins er T-7 árangur á ASGI Ladies Open í Gams-Werdenberg golfklúbbnum í Sviss, 2015. Hinn 26 ára kylfingur frá Akranesi svarar nokkrum stuttum spurningum:
LET Access: Áttu gælunafn sem vinir þínir kalla þig? Ef svo er hvað er það?
Valdís Þóra: Vinir mínir í háskóla kölluðu mig Valde/Valdi.
LET Access: Ef þú værir strönduð á eyðieyju hvaða 3 hluti myndir þú taka með þér?
Valdís Þóra: Kistu fulla af mat, sveðju og Channing Tatum.

Channing Tatum er í uppáhaldi hjá Valdísi Þóru
LET Access: Ef þú mættir eiga ótakmarkaðar birgðir af einum hlut hvað myndi það vera?
Valdís Þóra: Burritos frá Chipotle!
LET Access: Hver er uppáhaldsiðja þín og hvað gerir þú til að slappa af?
Valdís Þóra: Les góða bók eða horfi á kvikmynd!
LET Access: Hvernig verðu tímanum þínum á flugvöllum?
Valdís Þóra: Með því að horfa á annað fólk. Best eða að gera það á flugvöllum …. eða lesa.
LET Access: Hvert er besta ráð sem þú hefir nokkru sinni fengið?
Valdís Þóra: Öllum er sama um hvað þú gerir eða hvernig þú spilar nema þér sjálfri. Öllum er sama um stutta púttið sem þú misstir á 5. eða drævið sem fór out of bounce á 12. Svo lengi sem árangur þinn takmarkar ekki árangur þeirra þá er öllum sama.
LET Access: Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað?
Valdís Þóra: Mixed grill í Marokkó var ný reynsla! Ég hélt að ég myndi fá kjúkling og nautakjöt… en þetta var síðan bara nýru, hjarta, lifur og tveir aðrir bitar. Ég var svolítið hissa og fór svöng í rúmið þetta kvöld!
LET Access: Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér hvernig myndirðu gera það?
Valdís Þóra: Sem ákveðinni/með húmor.
LET Access: Ertu stuðningsmaður íþróttaliðs? Ef svo í hvaða íþrótt?
Valdís Þóra: Manchester United!! Rauðu djöflarnir alla leið!

Manchester United eða Rauðu Djöflarnir er lið Valdísar Þóru
LET Access: Ef þú gætir ferðast hvert sem væri í heiminum, hvert myndirðu fara?
Valdís Þóra: Til Ástralíu.
LET Access: Hvaða ráð myndirðu gefa áhugamönnum sem langar til þess að verða atvinnumenn í golfi?
Valdís Þóra: Leggja á þig alla þá vinnu sem þú heldur að það þurfi og síðan aðeins meira. Vera þolinmóð og reyna að láta öll mót fara í reynslubankann.
LET Access: Líkar þér að elda? Ef svo er: hvað líkar þér/ eða kýstu að elda þegar þú ert heima með vinum?
Valdís Þóra: Ég elska að elda! Mér líkar að búa til ólíka kjúklingarétti og ég bý líka til mexíkanskan mat en mest af öllu líkar mér að búa til eitthvað nýtt og takast að búa það til!
LET Access: Ef þú gætir haft einn frægan sem myndi followa þig á Twitter hver ætti það að vera?
Valdís Þóra: Channing Tatum… Nei Ryan Gosling… Nei Justin Timberlake… Gosh ég get ekki ákveðið mig! Ég vil þá alla.
LET Access: Segðu okkur frá einhverju sem þú hatar að gera. Af hverju?
Valdís Þóra: Yoga. Það er bara ekki ég.
LET Access: Hvar sérðu sjálfa þig eftir 5 ár?
Valdís Þóra: Vonandi meðal topp 30 á Evrópumótaröð kvenna (enska: Ladies European Tour, skammst: LET)
LET Access: Hvert er stærsta golfafrekið?
Valdís Þóra: Ég vann háskólamót á síðasta ári mínu í háskóla, það var mjög gaman.
LET Access: Hver er uppáhaldsgolfvöllurinn þinn og af hverju?
Valdís Þóra: Ég á mér nokkra. Mountain View í Utah, þetta er svo fallegur völlur með krefjandi höggum, sem þarf að slá um allan völl. Arcos Gardens á Spáni, sá völlur er krefjandi en mest af öllu flatirnar geta farið illa með mann! Síðan er það völlurinn sem ég spilaði í Brasílíu í Faldo Series Final tournament hann var einfaldlega ótrúlegur!

Frá Arcos Gardens einum uppáhaldsgolfvalla Valdísar Þóru – Flatirnar eru erfiðar þar!
LET Access: Ertu hjátrúarfull?
Valdís Þóra: Nei, í rauninni ekki. Ég var það en skildi að þetta snýst bara um hvernig manni líður yfir boltanum í hverju höggi ; það skiptir ekki máli hvort maður hnýtir vinstri skóinn á undan þeim hægri.
LET Access: Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir í golfi?
Valdís Þóra: Ég spilaði í fyrsta mótinu mínu 8 ára og var búin að vera í tímum um sumarið. Allir í fjölskyldu minni spila golf þannig að þetta byrjaði allt þegar foreldrar mínir drógu mig út á völl þegar þeir fundu engan til að passa mig! En markmiðið mitt þegar ég var lítil var að verða betri en afi!
LET Access: Hvað varstu gömul þegar þú fékkst fyrstu forgjöfina þína?
Valdís Þóra: 8 ára.
Hvert er besta ferðaráðið?
Valdís Þóra: Að ferðast með sem minnst; þú munt ekki nota 50% af fötunum í töskunni ef þú kemur með stóra tösku!
LET Access: Hver er lægsti hringurinn? Hvar lékstu hann og hvenær?
Valdís Þóra: 67 (-5) í Las Vegas árið 2010, sem nýliði í háskóla. Þessi hringur sannfærði þjálfarann minn að ég get slegið in á par-5ur í tveimur höggum og hann hætti að halda aftur af mér eftir þennan hring.
LET Access: Hver er uppáhaldskylfan í pokanum?
Valdís Þóra: 9-járnið mitt og nýi pútterinn minn!
LET Access: Hvað er í golfpokanum? Fyrir utan kylfur og bolta?
Valdís Þóra:

Titleist 915D3 dræver svipuðum þeim sem Valdís Þóra er með
– Titleist 915D3 dræver 9,5°
– Titleist 915F 15° brautartré
– Titleist 915H 17,5° blendingur
– Titleist 714CB 4-P járn
– Titleist vokey 50°, 56° og 60°
– Taylormade spider pútter
– Ég er með skrítinn fjölda af flatarmerkjum. Ohh og tyggjó.. Ég er alltaf með tyggjó.
LET Access: What is you average driving distance?
Valdís Þóra: 230-240m.
LET Access: Hvaða móts hlakkar þig mest til á þessu keppnistímabili?
Valdís Þóra: Ég er spennt fyrir hverju og einu þeirra! En ég held að það séu þau sem ég komst ekki í gegnum niðurskurð á, á síðasta ári sem gera mig spennta fyrir að koma aftur og taka áskoruninni aftur og ná þessu.
LET Access: Ef þú gætir sett saman draumaráshópinn hverja myndir þú velja og af hverju?
Valdís Þóra:

Sergio Garcia – uppáhaldskylfingur Valdísar Þóru
– Sergio Garcia – uppáhalds kylfingur.
– Channing Tatum – Dear John.
– Ryan Gosling/Justin Timberlake. -nú ég hugsa að ég velji Ryan Gosling… eða Justin Timberlake. Geta ekki 5 verið í ráshópnum?
LET Access: Hver er uppáhaldsæfingalengd þín?
Valdís Þóra: 85m pitch
LET Access: Ef þú gætr talað eitt tungumál reiprennandi, hvaða tungumál myndi það vera?
Valdís Þóra: Spænska, ég er að vinna í því. Ég trúi því að það muni verða annað mesttalaða tungumálið í viðskiptum eftir ensku.
LET Access: Hverrar tegund voru kylfurnar í fyrsta settinu?
Valdís Þóra: Hippo!
LET Access: Liðið þitt myndi samanstanda af …(Nöfn þjálfara, umboðsmanns, fitness þjálfarans., o.s.frv…..)?
Valdís Þóra:
– Hlynur Geir Hjartarson – sveifluþjálfari og þjálfari í stutta spilinu.
– Karl Ómar Karlsson – Var gamli þjálfarinn minn og hjálpar mér enn af og til með pitch og pútt.
– Anna Lilja Valsdóttir – persónul. þjálfarinn.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
