Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2016 | 08:45

Allt í góðu milli Elínar og Lindsey

Golf 1 birti slúðurfrétt þar um að fyrrum eiginkonu og kærustu fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Tiger Woods, kæmi illa saman, þ.e. Elínu Nordegren og Lindsey Vonn.  Sjá frétt Golf 1 með því að SMELLA HÉR: 

Það átti að hafa sést á því að starfsmönnum Kentucky Derby hafði verið fyrirskipað að fá þeim stöllum ekki sæti nálægt hvor annarri.

Nú er Lindsey Vonn búin að svara fyrir sig á félagsmiðlunum.

Og það sem meira er hún birtir einnig meðfylgjandi mynd af sér og Elínu og vinkonum sínum.

Lindsey tvítaði þannig:

„Great to see Elin and friends at the #kentuckyderby last weekend. She was stunning as always!“

(Lausleg þýðing: „Frábært að sjá Elínu og vinkonurnar á the #kentuckyderby s.l. helgi. Hún (Elín) var töfrandi eins og alltaf!“