Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2016 | 19:45

Ecco Tour: Axel á 70 e. 1. dag í Danmörku

Axel Bóasson, atvinnukylfingur í GK tekur þátt í Kellers Park Masters Pro/Am, Presented by Vejle Kommune, en mótið fer fram á keppnisgolfvelli Kellers Park GC í  Vejle í Danmörku.

Axel lék 1.  hring á 2 undir pari, 70 höggum; fékk 4 fugla, 12 pör og 2 skolla.

Axel er sem stendur T-45, þ.e. deilir 45. sætinu með 2 öðrum kylfingum, en alls eru 72 þátttakendur og 1 hefir dregið sig úr móti.

Í efsta sæti e. 1. dag er Finninn Erik Myllymäki, en hann lék á 8 undir pari, 64 höggum á hring þar sem hann fékk örn, 10 fugla 3 pör og 4 skolla. Ansi skrautlegt skorkort af manni í 1. sæti að vera!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Kellers Park mótsins SMELLIÐ HÉR: