Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2016 | 13:15

Stjörnustatus Danny Willett

Fyrir ári síðan stóð Danny Willett fyrir framan klúbbhúsið og var kynntur fyrir bandarískum golffréttamönnum sem einn af nýliðunum sem væri að fara að keppa á fyrsta Players Championship-inu sínu. Það var vægast sagt annað sem blasti við Willett í gær þegar hann fékk fylgd í fréttamiðstöðina (ens.: media center) sem sigurvegari the Masters risamótsins í ár.

Í maí 2014 var Willett í 37. sætinu á heimslistanum og óþekktur utan þeirra sem kepptu á Evrópumótaröðinni. Í hans eiginn orðum: „Maður verður bara að klípa sjálfan sig vegna þess að þetta hafa verið ansi brjálæðislegir 12 mánuðir.

Síðasti mánuðurinn sérstaklega og þá við hæfi e.t.v. að tala um „græna“ spennitreyju.

The Players, sem er mót vikunnar á PGA Tour og hefst á morgun, er fyrsta mótið sem Willett keppir í frá því að hann sigraði á The Masters risamótinu.

Það fyrsta sem hann sá í búningsklefanum var að skápur hans hafði verið fylltur með Masters flöggum sem félagar hans í mótinu eru að biðja hann um að árita fyrir góðgerðarstofnanir sínar.

Það eru fleiri nú en áður sem vilja taka í höndina á Willett og svo er ekki annað en hægt að brosa að orðum Justin Rose, en þeir Willett munu spila fyrstu 2 hringina á The Players:

Við (Rose og Willett) erum einu risamótameistarar Englands sl. 20 ár og við spilum saman – þetta er næs lítill klúbbur sem við höfum stofnað,“  – „Ég (Rose) ætla sko að ganga úr skugga um að ég bjóði hann (Willett) velkominn, sem nýjasta félagann.“

Það verður áhugavert að heyra hvernig s.l. nokkrar vikur hafa verið honum. Þegar ég sigraði í Opna bandaríska (2013) þá held ég að ég hafi pínu verið meira undirbúinn – ég var einn af topp-5 (á heimslistanum) og búinn að vera atvinnumaður í 15 ár og ef nokkuð, þá fannst mér þetta bara vera orðið tímabært (að sigra á risamóti). Þetta hefir gerst fyrr hjá Danny og ég er spenntur að sjá hvernig honum hefir tekist að fást við allt þetta.“

Willett hefir tekist á við allar skyldur sínar, en því miður ekki tekist að spila mikið golf og æfa sig. Barn nr. 2 er á leiðinni hjá honum og konunni hans Nicolu og svo fylgja sigurvegara The Masters margar skyldur. Þannig að það er skiljanlegt ef honum tekst ekki að spila vel á The Players. Þegar Willett kemur og spilar á The Players hefir honum aðeins tekist að spila 1 hring – „með vinum mínum á laugardegi“ – og verður eflaust mjög ryðgaður á The Players. En hann er ákveðinn að reyna að standast eiginn væntingar.

Fólk heldur að nú ég eigi að vinna öll mót, en við vitum það öll að það er ansi hreint ómögulegt,“ sagði Willett. „Mér er slétt sama hvað öðru fólki finnst og hvað því finnst að ég eigi að gera. En ég hef mínar eigin væntingar til mín. Og nálgunin er alltaf sú sama. Ég hef minn eiginn check-lista um hluti sem ég vil reyna að gera þarna dag eftir dag. Nálgunin er sú sama og í Augusta og vikuna þar áður, þannig að vonandi næ ég góðu skori.“

En hvað sem Willett nú annars telur þá er eitt víst að statusinn hans sem kylfings hefir breyst … í stjörnustatus. Hinir kylfingarnir á túrnum (beggja vegna Atlantsála) líta öðruvísa á hann …. og einnig Ryder bikars fyrirliðinn Darren Clarke.  Clarke ætlar að halda fundi með væntanlegum og hugsanlegum liðsmönnum – einn fyrir þá sem eru reyndir í hettunni – annan fyrir nýliðana …. Willett hefir verið boðið á báða fundi.