Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2016 | 12:00

LET Access: Ólafía á +2 e. 12 holur – Valdís nýfarin út

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR hefir lokið við 12 holur á Ribeira Sacra Patrimonio de la Humanidad International Ladies Open 2016, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni.

Mótið fer fram á golfvelli Augas Santas Balneario & Golf Resort í Lugo, á Spáni.

Ólafía hefir leikið á 2 yfir pari, þegar eftir er að spila 6 holur – hefir fengið 2 fugla og 4 skolla.

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er nýfarin út – fór út kl. 11:40 að íslenskum tíma (en 13:40 að spænskum tíma).

Til þess að fylgjast með gengi þeirra Ólafíu Þórunnar og Valdísar Þóru á Ribeira mótinu SMELLIÐ HÉR: