Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 13:55

Maður sem varð f. bíl á golfvelli kláraði hringinn 7 mánuðum síðar

Kevin Reinert, 61 árs ofursti til 28 ára í Bandaríkjaher, sem kominn er á eftirlaun, var að spila golf á golfvelli Starmount CC í Greensboro, Norður-Karólínu í Bandaríkjunum þegar hann varð fyrir bíl sem keyrt var inn á völlinn við 18. teig, 6. október á s.l. ári.

Þetta varð til þess að Reinert átti 1 holu eftir óspilaða.

Bíllinn, sem keyrt var inn á golfvöllinn var hluti glæpaöldu, sem reið yfir borgina þennan dag.

Reinert hlaut vegna þessarar óviðbúnu atburðarrásar brot á fótlegg, báðar hnéskeljar hans möskuðust og eins löskuðust liðir og taugar í fótleggjum hans.

Þetta breytti engu um það að honum langaði til að klára að spila 18. holu á Starmount.

Jafnvel þó Reinert sé ekki að fullu búinn að ná sér dreif hann sig út á völl s.l. föstudag (6. maí 2016) og spilaði 1 holu, þá 18.

Ég hef verið með betra skor á golfvöllum,“ sagði Reinert í viðtali við Fox 8 News, en hann vonast eftir að geta a.m.k. spilað einn hring í lok sumars …. og bætti síðan við „en ég hef sjaldan skemmt mér eins vel á golfvelli.“

Dóttir Kevin, LeeAnne Reinert, sagði í sama viðtali við Fox 8 News að sig hefði hlakkað til að fara út á völl í 7 mánuði.

Þetta er einn af bestu dögum lífs okkar í fjölskyldunni.“

Hér má sjá fréttadagskrárlið Fox 8 News af því þegar Kevin Reinert spilaði 18. á Starmount SMELLIÐ HÉR: