Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 09:55

PGA: Hahn sigvegari á Wells Fargo

Það var James Hahn sem stóð uppi sem sigurvegari á Wells Fargo Championship.

Hahn lék samtals á 9 undir pari, líkt og Roberto Castro og því varð að koma til bráðabana milli þeirra, sem Hahn sigraði á þegar á 1. holu bráðabanans.

Fyrir sigurinn hafði Hahn í 8 skipti mistekist að komast gegnum niðurskurð. Svona er golfið – stundum eru jafnvel bestu kylfingar í lægð … svo ná þeir himinhæðum efsta sætis í móti.

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Wells Fargo Championship 2016t SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sja lokastöðuna á Wells Fargo Championship 2016 SMELLIÐ HÉR: