Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2016 | 08:30

Evróputúrinn: Wang sigraði á Trophée Hassan II e. bráðabana v/ Elvira

Það var Jeunghun Wang frá Suður-Kóreu, sem sigraði á Trophée Hassan II í Marokkó í gær, en mótið var hluti Evrópumótaraðarinnar.

Wang var jafn Nacho Elvira frá Spáni eftir hefðbundinn 72 holu leik; léku báðir á samtals 5 undir pari, 283 höggum, hvor.

Það varð því að koma til bráðabana milli Wang og Elvira og þar hafði Wang betur  á 2. holu bráðabanans, en par-5 18. hola golfvallar Royal Golf Dar Es Salam í Rabat, Marokkó var spiluð tvisvar.

Wang fékk í bæði skipti fugl á holuna, meðan Elvira tapaði á pari í seinna skiptið.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahrings Trophée Hassan II mótsins SMELLIÐ HÉR: