Viðtalið: Sigurveig Þóra Sigurðardóttir – GR
Viðtalið í kvöld er við frábæran kylfing, sem m.a. spilar reglulega golf í Riyadh, Sádí-Arabíu og Dubaí. Hún tók þátt í hinu árlega Lancôme-móti hjá GHR í dag. Hér fer viðtalið.
Fullt nafn: Sigurveig Þóra Sigurðardóttir.
Klúbbur: GR.
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Kastalabrekku, í Ásahrepppi, Rangárvallasýslu 4. febrúar 1957.
Hvar ertu alin upp?: Í Kastalabrekku.
Í hvaða starfi/námi ertu?: Ég er barnalæknir.

Sveiflan hjá Sigurveigu Þóru Sigurðardóttur, GR. Mynd: Golf 1
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Ég byrjaði í golfi vegna þess að systir mín og maðurinn minn spila golf; ég vildi geta varið einhverjum tíma með honum. Þórunn systir leyfði mér að koma með sér á völlinn af þvílíkri gæsku. Ég tel mig ekki hafa verið að spila golf fyrstu 3 árin – þetta voru kannsi 5 hringir á ári og ég kunni ekkert fyrir 5 árum síðan. Þetta var svo stopult. Mér finnst ég ekki hafa farið að spila golf fyrr en fyrir 3 árum síðan – þá fór ég að fara út og fór að spila meira og ég spilaði mikið út í Sádí-Arabíu.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? 2010 – þá fékk ég fyrsta settið mitt – Ég og Þórunn systir spiluðum á Strandarvelli með Eyjafjallajökul argandi yfir okkur – sáum skýið koma upp – pexuðum við hvort aðra hvort þetta væri ský eða gos.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Bara það að maðurinn minn var að fara hella sér í golf ég vildi verja tíma með honum – Sá líka hvað Þórunn systir mín og Sveinn bróðir min höfðu gaman af.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Mér líkar betur við strandvelli; þeir hegna ekki eins mikið.
Hvort líkar þér betur: holukeppni eða höggleikur? Höggleikur.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir þinn/þínir á Íslandi? Ætli mér þyki ekki vænst um Strandarvöll – hef svo góðan félagsskap þar.
Hefir þú spilað alla velli á Íslandi – Ef ekki nefna hversu marga af þeim 62 golfvöllum Íslands, þú hefur spilað á? Ég hef allaveganna spilað á 17 og er eflaust að gleyma einhverjum.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum (nema á Íslandi)? Bay Hills í Orlando, Flórída – Ég hef bara spilað hann einu sinni og það var gama að spila svona frægan völl – Svo er Earth völlurinn í Dubaí skemmtilegur og vel við haldinn Þeir eru báðir 100% perfekt – Svo eru góðir vellir í Dubaí og Riyadh, Sádi-Arabíu – þeir í Riyadh eru fallegri – sérstaklega litli völlurinn þar sem ég bý – en ég fer 2 á ári þangað og er í 7 vikur.
Hver er sérstæðasti golfvöllur, sem þú hefur spilað á? Riyadh Greens – maður sér svo mikið af eyðimörk í kring þó völlurinn sjálfur sé grænn og gróinn – Svo er Glanni mjög sérstakur því maður er með hraun í kring.
Hvað ertu með í forgjöf? 30,8
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Dirab GC í Sádí-Arabíu (Sjá heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: ) – þar spilaði ég á 97 höggum – fékk 47 punkta – vann í Dirab Ladies keppninni en það eru konur sem koma saman 1 sinni í viku og spila golf. Þetta eru konur frá S-Kóreu, Indlandi, Bandaríkjunum, Kanda, en engar Sádí-konur. Þessi klúbbur er bara fyrir aðkomufólk – til að gera þeim e-hv gott svo það sé gaman fyrir þau að vera þarna.

Frá golfvelli Dinrab GC, í Riyadh Sádí-Arabíu – þar sem Sigurveig Þóra vann mót með 47 punktum og náði lægsta skori sínu til þessa
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Ég er búin að fá 3 fugla – svo ætli aðal afrekið sé ekki að vinna mótið með 47 punktum. Ég er ekki viss um að ég eigi að vinna mót með svoleiðis skori aftur.
Hefir þú farið holu í höggi? Aldrei.
Spilar þú vetrargolf? Ég hef spilað við systur mína á Strandarvelli á frosinni jörð – það er hægt á Strandarvelli.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Drykk, müslibar, banana.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Sem unglingur var ég góð í frjálsum.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Góður fiskréttur. Uppáhaldsdrykkur? Vatn. Uppáhaldsbók? Ég hef t.d. gaman að bókum eftir Stig Larson Uppáhaldstónlist? Þar er ég með mjög breiðan smekk Uppáhaldskvikmynd? Veit ekki; Uppáhaldsgolfbók?: „Improving you short game“
Notarðu hanska, ef svo er hvaða? Ég nota hanska á vinstri hönd – Það er ýmist hvað ég nota – bara einhvern, sem passar mér.
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Kk.: Maðurinn minn Kvk.: Þórunn systir.
Hvert er draumahollið? Ég og….. (nefna 3 fylla ráshópinn): Peter Hanson, Phil Mickelson og svo einhver kona, svo ég verði ekki ein á kvennateignum; segi bara Þórunn systir.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Ég er með 10 kylfingur; Dræver, pútter, pitch, sandwedge, 9-6 járn, og 2 hybrid kylfur. Í augnablikinu er 5 hybrid-ið í uppáhaldi.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já, hjá David Clayton og Gunnlaugi Elsusyni.
Hver er besti golfkennari á Íslandi? Gunnlaugur Elsuson.
Ertu hjátrúarfull? Nei.
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Að gera alltaf betur.
Hvað finnst þér best við golfið? Tengingin við nátturuna hleður mig orku tekur úr mér allt stress – og ég endurnærist á líkama og sál með góðri hreyfingu.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Þetta er alltaf mjög há prósenta.
Kanntu einhverja skemmtilega sögu af þér á golfvellinum eða geturðu sagt frá einhverju vandræðalegu sem fyrir þig hefir komið í golfi?: Það var mjög gaman að vera á 3. braut á Strandarvelli þegar Grímsvötn byrjuðu að gjósa – það er eftirminnilegast – Hafa Eyjafjallajökul hérna yfir sér.
Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Slaka sig niður.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
