Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 23:40

PGA: Fowler í forystu f. lokahring Wells Fargo

Það er Rickie Fowler sem er efstur að loknum 3 hringjum á móti vikunnar á PGA Tour, Wells Fargo mótinu, sem fram fer í Charlotte, Norður-Karólínu.

Fowler er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 207 höggum (71 68 68).

Í 2. sæti, fast á hæla honum er Roberto Castro aðeins 1 höggi á eftir eða á 8 undir pari, 208 höggum (71 66 71).

Til að sjá hápunkta 3. hrings á Wells Fargo Championship SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má stöðuna á Wells Fargo Championship með því að SMELLA HÉR: