Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 04:30

LPGA: Ryu leiðir í hálfleik á Yokohama Tire Classic

Það er So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu sem er efst eftir 2 spilaða hringi á Yokohama Tire LPGA Classic mótinu, sem fram fer í Prattville, Alabama.

Ryu hefir leikið á samtals 9 undir pari, 135 höggum (70 65).

Í 2. sæti eru Minjee Lee frá Ástralíu og bandarísku kylfingarnir Ryann O´Toole og Morgan Pressel 2 höggum á eftir Ryu.

Til þess að sjá stöðuna á Yokohama Tire LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Yokohama Tire LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: