Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2016 | 04:00

PGA: Loupe efstur í hálfleik Wells Fargo

Bandaríski kylfingurinn Andrew Loupe er í efsta sæti í hálfleik Wells Fargo mótsins, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Mótið fer venju skv. fram á golfvelli Quail Hollow Club í Charlotte Norður-Karólínu, sem er mörgum íslenskum kylfingum að góðu kunnur.

Loupe leitast við að vinna fyrsta sigur sinn á PGA Tour og er e.t.v. ekki þekktasti kylfingur mótaraðarinnar.

Hann hefir leikið fyrstu 2 hringi mótsins á samtals 8 undir pari, 136 höggum (65 71).

Í 2. sæti er landi hans Roberto Castro, sem er aðeins 1 höggi á eftir á 7 undir pari, 137 höggum (71 66).

Sjá má stöðuna í hálfleik á Wells Fargo mótinu með því að SMELLA HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Wells Fargo SMELLIÐ HÉR: