Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2016 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Li Haotong?

Síðastliðna helgi sigraði kínverskur kylfingur á Volvo China Open og skrifaði Kína í sögubækurnar sem þá þjóð sem ein hefir tekist að sigra á mótinu ár eftir ár.

En hver er þessi Haotong?

Li Haotong (á kínversku: 李昊桐) fæddist 3. ágúst 1995 og er því 20 ára.

Li gerðist atvinnumaður árið 2011 og hefir spilað á  OneAsia Tour og Ástralasíu túrnum (á ensku: PGA Tour of Australasia). Hann hefir líka tekið þátt í nokkrum mótum Evrópumótaraðarinnar, þannig að Volvo China Open er ekki fyrsta mót hans á Evrópumótaröðinni.

Li komst á nýja PGA Tour í Kína 2014, þar sem hann hefir sigrað 3 sinnum og hann var efstur á peningalista mótaraðarinnar þannig að hann hlaut kortið sitt á Web.com Tour og er fyrsti Kínverjinn til að spila á Web.com Tour. Li varð í 11. sæti á fyrsta móti sínu áWeb.com Tour þ.e. the Panama Claro Championship. Hann hélt korti sínu á Web.com Tour keppnistímabilið 2015-2016 með því að verða nr. 49 á peningalista mótaraðarinnar.

Á miðju Web.com Tour kepnnistímabilinu ferðaðist Li aftur til Kína og tók þátt í fyrsta Shenzhen International 2015, en það mót var hluti Evrópumótaraðarinnar.

Á fyrsta hring í því móti var Li á 71 á 2. hring 73 og síðan átti hann glæsihring upp á 7 undir pari, 65 högg þegar spilafélagi hans tvöfaldi Masters sigurvegarinn Bubba Watson var bara á 74 höggum. Á þessu stigi átti Li besta skor mótsins ásamt Pablo Larrazabal frá Spáni.

Varðandi hring sinn með Bubba sagði Li: „Hann er ansi næs náungi, þannig að mér fannst mjög gaman að spila með honum. Ég hitt margar flatir á tilætluðum höggafjölda og náði að setja niður fullt af fuglum. Ég var líka mjög heppinn.“

Bubba átti heldur varla til orð til að lýsa hrifningu sinni á hinum unga Li, en sagði m.a.: „Hann var að slá boltann mjög vel. Hann setti niður mörg pútt. Lykillinn að golfvöllum er að setja niður sem flest pútt og hann náði að setja niður mörg í dag.“

Á 4. mótsdegi var Li á 67 höggum en varð að horfa á það í sjónvarpinu hvort hann yrði fyrsti kínverski kylfingurinn til þess að sigra mót á Evrópumótaröðinni á kínverskri grund. Hinn thaílenski Kiradech Aphibarnrat, sem leiddi mestallt mótið náði að vera 12 undir pari og sigraði síðan í bráðabana með 1 höggi.

Vikuna þar á eftir tók Li þátt í Volvo China Open þar sem hann varð í 6. sæti en eftir það sneri hann aftur á Web.com Tour.  Við árslok 2015 hafði Li spilað 5 mót í Asíu auk keppni á Web.com.  Hann tók m.a. þátt í WGC-HSBC Champions í  Shanghai, var þar í boði styrktaraðila og varð T-7, sem er besti PGA Tour árangur kínversks kylfings.

Og á Verkalýðsdeginum, 1. maí 2016 náði hann fyrsta sigri sínum á Evrópumótaröðinni þ.e. á Volvo China Open, eins og áður segir.