Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2016 | 08:00

Skrítnar staðreyndir í golfinu

Golf— er endalaus röð harmleikja, hulið torræðishjúp staks kraftaverks.

(Óþekktur)

Þessa dagana er hægt að spila golfhring á heimskautaísnum, í stríðshrjáðum löndum Afganistan og Írak og á lendum Afríku. Hin ríka saga íþróttarinnar hefur gefið af sér ríkidæmi af furðulegum og bara hreint skrítnum sögum:

••Golf er leikur sem á rætur sínar að rekja til Skotlands fyrir yfir 500 árum síðan en Kínverjar telja að ræturnar liggi í Kína og vísa í leik svipuðum golfi sem var spilaður í Kína 943 fyrir Krist.

•• Innan 3 daga á golfvelli í Wales, fóru móðir, faðir og sonur hölu í höggi; líkurnar á að það gerist eru a.m.k. 10 milljónir á móti 1.

•• Á Toonik Tyme Festival í  Nunavut er haldið 9 holu golfmót í snjó og með sjálflýsandi boltum þar sem kylfingar í heimskautabúningum spila golf í –50˚C gráðu kulda

•• Lee Trevino, einn af árangursríkustu og vinsælustu kylfingum golfíþróttarinnar varð tvívegis fyrir eldingu.

•Jason Zuback sem hefir 4 sinnum sett met í lengstu drive-um, drive-aði eitt sinn golfbolta sinn 700 yarda eftir flugvallarbraut.

•• Nobby Owens ferðaðist með Concorde flugvél til þess að spila 18 holu golf í London, New York og Los Angeles  – allt á sama deginum.
• Átta af elstu golfklúbbum heims, sem eru í eigu the Royal Troon Golf Club í Skotlandi eru a.m.k. $5 milljóna virði.

Um nánari golfstaðreyndir og sögur sjá bókina: “Weird Facts about Golf. Strange, Wacky and Hillarious Stories”
Höfundur: Steve Drake
ISBN 13:     978-1-897277-25-6
ISBN 10:     1-897277-25-3
Síður: 224