Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2016 | 07:00

PGA: DeChambeau spilar á Dean&DeLuca mótinu

Fyrrum leikmaður SMU Bryson DeChambeau er annar af tveimur sem hlýtur hina eftirsóttu undanþágu til þess að spila á  Dean & DeLuca Invitational á PGA mótaröðinni.

Mótið fer fram 26.-29. maí í Colonial CC í Fort Worth, Texas.

Hinn, sem hlýtur undanþáguna mikilvægu er fyrrum herbergisfélagi Jordan Spieth í háskóla þ.e. Kramer Hickok, en bæði hann og DeChambeau eru að reyna að komast inn á PGA Tour með góðu gengi á PGA mótum, sem þeim er boðið á af hálfu styrktaraðila.

DeChambeau, er aðeins einn af 5 kylfingum til þess að sigra á  U.S. Amateur og vinna NCAA titil á sama ári og hann gerðist atvinnumaður eftir að hann hlaut silfur medalíuna, sem er veitt þeim áhugamanni í golfi sem best gengur á The Masters. DeChambeau er nú eins og segir að reyna að komast inn á PGa Tour á grundvelli reglna um hæsta vinningsfé en til þess þurfa þeir að standa sig vel í þeim mótum, sem þeim er boðið í. DeChambeau varð T4 á RBC Heritage,vikuna eftir að hann varð  T21 á the Masters risamótinu. Hann komst síðan ekki í gegnum niðurskurð á Valero Texas Open.

Hickok ólst upp í Plano, Texas og var í  Trinity Christian Academy Addison. Hann var í 3 sigurliðum á Big 12 í Texas og gerðist atvinnumaður 2015.

Í þessu tilviki hjóta báðir svonefnda Champions Choice undanþágu en báðir voru valdir af sigurvegara síðasta árs á Dean&DeLuca-mótinu, en það er Chris Kirk.