Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 3. 2016 | 16:15

GM: Bekkur Emils

Við par-3 9. teig Hlíðarvallar stendur listilega útskorinn bekkur, þar sem á stendur: Emil.

Það var Sigurður Waage, sem skar bekkinn út og 6 félagar í GM gáfu bekkinn Golfklúbbi Mosfellsbæjar að gjöf.

Bekkurinn er gefinn til minnis um Emil Brynjar Karlsson félaga í GM sem lést langt um aldur fram, en Emil var fæddur    4. janúar 1949 og lést  laugardaginn 6. febrúar 2016.

Emil Brynjar Karlsson, GM. Mynd: Í einkaeigu

Emil Brynjar Karlsson, GM. Mynd: Í einkaeigu

Emil hafði verði félagsmaður, fyrst í GKJ og síðan GM í fjöldamörg ár.

Emil var mikið á Hlíðarvelli og er söknuður að sjá hann ekki þar.

Hann spilaði mikið sjálfur, en fylgdist einnig með afrekum barna sinna og barnabarna, sem hann studdi með ráðum og dáð.

Golf 1 sendir aðstandendum Emils innilegustu samúðarkveðjur.