Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2016 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Darron Stiles (10/50)

Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50.

Sá sem varð í 41. sætinu er Darron Stiles.

Darron Gary Stiles fæddist í St. Petersburg, Flórída 1. júní 1973 og er því 42 ára.

Hann var þrívegis  All-America á háskólaárum sínum í Florida Southern College og spilaði árið 1995 í  NCAA Division II National Championship liðinu.  Stiles gerðist atvinnumaður í golfi 1995 og hefir því starfað við uppáhaldsíþróttagrein sína í yfir 20 ár.

Stiles spilaði á Nationwide Tour árin 1997, 1999–2002, 2004, og 2008 og á PGA Tour árin 2003, 2005–07, og 2009 og er því einn af þeim kylfingum sem hefir rokkað milli deildanna. Stiles fékk PGA Tour kortið sitt árið 2007 með því að verða T-16 í  Q-School PGA árið 2006, en tókst ekki að halda korit sínu og sneri aftur á Nationwide Tour árið 2008. Hann varð í 7. sæti á peningalista Nationwide Tour árið 2008 og var því aftur kominn á PGA Tour 2009.

Stiles er sá sem hefir unnið sér inn mest vinningsfé á ferli sínum þökk sé m.a. sigri hans árið 2012 át the News Sentinel Open á Web.com Tour en alls hefir hann unnið sér inn $1,815,688.

Alls hefir Stiles unnið 5 sinnum mót á Web.com Tour en aldrei landað sigri á PGA Tour.

Besti árangur Stiles í risamóti er T-48 árangur í Opna bandaríska árið 2003.

Stiles varð m.a að gangast undir skurðaðgerð 1989 til þess að fjarlægja krabbamein í kjálka.

Stiles býr í dag í Pinehurst, Norður-Karólínu.