Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2016 | 14:00

Tiger bókar hótel nálægt Memorial-mótinu

Tiger Woods hefir bókað hótel sem er nálægt staðnum þar sem Memorial mótið fer fram í Ohio skv. áræðanlegum heimildum REUTERS.

Memorial mótið gæti því verið það fyrsta sem Tiger hyggst keppa í eftir langa fjarveru þar sem hann hefir verið að jafna sig eftir bakuppskurði.

Jafnvel þó Tiger hafi ekkert gefið upp hvaða mót verði hans fyrsta sem hann muni keppa í þá er vel hugsanlegt og reyndar skynsamlegt að keppa í 1 móti áður en hann tekst á hendur Opna bandaríska.

Eins er talið að Tiger hafi gert aðrar ráðstafanir veru sína á Players Championship sem fer fram eftir tæpar tvær vikur í Flórída en þó er talið að það sé heldur snemmt fyrir hann.

Jack Nicklaus, sem er gestgjafi Memorial, hefir tjáð sig um plön Tiger að spila en ekki er mikið á honum að græða: „Ef hann vill spila þá myndi ég elska að hafa hann í mótinu. Ef hann telur sig ekki tilbúinn að spila, þá ætti hann ekki að spila.“ sagði diplómatískur Nicklaus.

Tiger er sagði aðspurður um endurkomu sína við blaðamann Reuters: „Dúddi (léleg þýðing á dude), ef ég vissi það (hvenær hann snýr aftur) myndi ég segja ykkur það. Ég er hundleiður á að vera á hliðarlínunni … ég vil keppa gegn þessum strákum. Ég sakna þess.