Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2016 | 10:00

Um 267 manns spila golf í 2 opnum mótum í dag – flestir 146 í 1. maí mótinu á Hellu

Í dag er dagur Verkalýðsins og markar dagurinn og þátttaka í 1. maí golfmóti upphaf golfsumarsins hjá mörgum.

Það eru 146 skráðir í 1. maí mótið  að þessu sinni á Hellu, þar af 11 kvenkylfingar og verður ræst út frá kl. 7:30 – 15:30 eða í 8 tíma nær samfellt.

Mótið hefir verið haldið frá árinu 1982 og sigraði Magnús Jónsson, GS fyrstu þrjú skiptin. Flest hafa 280 manns verið skráðir til leiks í mótinu.

Leikformið, nú sem fyrr, er höggleikur með og án forgjafar.

—————-

Hitt stóra mót dagsins er Opna 1. maí mót GM og eru 121  skráðir í það, þar af 12 kvenkylfingar.

Golf 1 verður með úrslitafréttir úr báðum mótum síðar í dag.