Evróputúrinn: Li Haotong gæti skrifað sig í sögubækurnar
Li Haotong gæti skrifað sig í sögubækurnar á morgun þegar lokahringur Volvo China Open fer fram.
Li er í algjöfu uppáhaldi meðal kínverskra golfáhangenda og mun reyna að feta í fótspor landa síns Wu Ashun, sem varð 3. Kínverjinn til þess að sigra í þessu móti á síðasta ári.
Í fyrra varð Li í 6. sæti, sem er alls ekkert svo slæmt og hann mun nú eiga tækifæri að bæta fyrri góðan árangur.
Ef hann sigrar verður Kína ekki einvörðungu það land sem sigrað hefir oftast í mótinu eða 4 sinnum heldur verður Kína líka fyrsta landið, hvers kylfingar hafa sigrað ár eftir ár í mótinu, en það hefir aldrei gerst.
Hinn 20 ára Li hefir líka fullt af stuðningi á Topwin Golf and Country Club í Peking, en hann heillaði alla með frábærum 3. hring sínum upp á 66 högg á heimavelli.
„Í dag var virkilega góður dagur hjá mér,“ sagði Li. „Mér fannst þetta yndislegur hringur og ég náði mörgum fuglum, sérstaklega á fyrri 9 þar sem ég fékk 4 fugla í röð. Jafnvel með öllum þessum fuglum, þá var ég samt að missa fjögur pútt sem voru innan við 5 metra.“
„Langa spilið mitt er að verða miklu betra núna, það er að hafast og ég hlakka til morgundagsins.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
