Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 12:30

LET Access: Ólafía Þórunn lauk keppni T-24 á ASGI-mótinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lék lokahringinn á ASGI Ladies Open á 3 yfir pari, 75 höggum og rann við það niður skortöfluna að nýju í 24. sætið en hún var T-10 eftir frábæran hring í gær upp á 69 högg.

Samtals lék Ólafía Þórunn á parinu, 216 höggum (72 69 75)  Niðurstaðan var 24. sætið, en taka ber fram að þetta mót var afar sterkt.

Það voru 48 sem komust í gengum niðurskurð þannig að Ólafía varð einhvers staðar í miðjunni af keppendum.

Í fyrra varð Ólafía í 5. sæti í sama móti með skor upp á 70 66 75. Fyrir lokahringinn þá var hún í fyrsta sæti og athyglivert að hún lauk mótinu á sama hátt í dag og fyrir ári á mótinu á 3 yfir pari.

Sú sem sigraði í ASGI-mótinu var spænsk stúlka Carolina Gonzalez Garcia, en hún lék á samtals 8 undir pari, 208 höggum (63 71 74).

ASGI mótið fór fram á golfvelli Gams-Werdenberg GC, í Gams, Sviss en líkt og flest LET Access mót var mótið þriggja daga stóð frá 28.-30. apríl 2016.

Það kemur mót eftir þetta og svo er bara að taka þetta ASGI-mót á næsta ári!!!

Næsta mót Ólafíu Þórunnar er LET mót en LET Access er 2. deildin hjá konunum í Evrópu. Næsta mót Ólafíu Þórunnar fer fram 5. maí í Marokkó, þ.e. Lalla Meryem Cup á velli, sem Ólafía þekkir býsna vel þ.e. Royal Golf Dar Es Salam.

Sjá má lokastöðuna á ASGI mótinu með því að SMELLA HÉR: