Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 30. 2016 | 11:00

Evróputúrinn: Aguilar og Bjerregård efstir e. 3. dag

Það eru þeir Felipe Aguilar frá Chile og Daninn Lucas Bjerregaard sem eru efstir og jafnir á Volvo China Open, móti vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Báðir hafa þeir spilað á 16 undir pari, 200 höggum; Aguilar (68 65 67) og Bjerregaard (68 67 65).

Fjórir kylfingar deila síðan 3. sætinu, allir 2 höggum á eftir forystumönnunum, en það eru þeir Alex Noren frá Svíþjóð, Belginn Nicolas Colsaerts, Englendingurinn Tyrrell Hatton og Li Haotong frá Kína.

Til þess að sjá hápunkta frá 3. degi Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: