Viðtalið: Hulda Magnúsardóttir – GKS
Viðtal Golf 1 á þessum fyrsta sunnudegi maí-mánaðar, Verkalýðsdeginum, er við frábæran kylfing og spilafélaga.
Fullt nafn: Hulda Guðveig Magnúsardóttir.

Hulda Magnúsardóttir, GKS. Mynd: Golf 1
Klúbbur: GKS (Golfklúbbur Siglufjarðar).
Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist í Reykjavík þ. 24.02.1962.
Hvar ertu alin upp? Er alin upp í Reykjavík og bjó þar þangað til 1. júní 1988, er ég flutti til Siglufjarðar.
Í hvaða starfi/námi ertu? Starfa sem launafulltrúi hjá Fjallabyggð.
Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf? Er gift á 3 börn og 2 hunda, en enginn hefur smitast af golfbakteríunni hér í fjölskyldunni, því miður.
Hvenær byrjaðir þú í golfi? Byrjaði að fikta við golfið 2005 og hellti mér út í þetta svona næstu árin á eftir.
Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi? Það var kynning á hinum ýmsu íþróttum hér í bæ og þ.á.m. golfi, fór og prófaði og gekk ágætlega og uppfrá því varð ekki aftur snúið.
Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli? Alltaf gaman að spila golf og allir vellir hafa sinn sjarma.
Hvort líkar þér betur: holukeppni eða höggleikur? Holukeppni, finnst hún meira spennandi
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir þinn/þínir á Íslandi? Hef reyndar ekki verið nógu dugleg að fara um golfvelli landsins og á marga eftir, það vonandi kemur. Hef helst spilað á norðurlandinu. Fannst mjög skemmtilegt að spila t.d. á Húsavík.

Huldu fannst mjög skemmtilegt að spila Katlavöll á Húsavík. Hér á myndinni má sjá Lautina par-5, 4. braut hins yndslega Katlavallar. Mynd: GH
Hefur þú spilað alla velli á Íslandi? – Ef ekki nefna hversu marga af þeim 62 golfvöllum Íslands, þú hefur spilað á eða átt eftir að spila á? Nei hef ekki verið það víðförul og á allt of marga velli eftir. Verið dugleg að spila á norðurlandinu þar sem þar er mitt heimasvæði. Ætli ég eigi ekki eftir að spila um 45-50 velli.
Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum (nema á Íslandi)? Búin að fara 2svar á Islantilla völlinn á Spáni og finnst hann mjög skemmtilegur og miskrefjandi, þarf að velta vel fyrir þér öllum höggum.

Frá Islantilla. Mynd: Unnar Ingimundur Jósepsson
Hver er sérstæðasti golfvöllur, sem þú hefur spilað á? Eins og áður hefur komið fram þá hef ég ekki verið víðförul í golfinu og allir vellir hafa sinn sjarma.
Hvað ertu með í forgjöf? 19,5.
Hvert er lægsta skorið þitt í golfi og hvar/á hvaða velli náðir þú því? Það var 9 holu hringur upp á 38 högg og á heimavelli.

Fyrsta brautin á Hólsvelli á Siglufirði
Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu? Að ná holu í höggi á 9. holu á Hólsvelli í meistaramóti 13. júlí 2012.
Hefur þú farið holu í höggi? Já 😊
Spilar þú vetrargolf? Aðstæður hér á Siglufirði hafa nú ekki leyft það að þar sér spilað golf yfir vetrartímann, hef reynt að fara inn á Dalvík af og til þar sem þeir eru með frábæra inniaðstæðu og golfhermi. Vonandi verður ekki langt að bíða í svoleiðis uppbyggingu á Siglufirði.
Hvaða nesti ertu með í pokanum? Yfirleitt einhvern orkudrykk, vatn, blandað hnetumix og kannski þurrkað mango eða banana.
Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum? Ég stunda blak á veturnar en það er mikil blakmenning hér á Siglufirði.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Uppáhaldsdrykkur? Uppáhaldsbók? Uppáhaldstónslist? Uppáhaldskvikmynd?; Uppáhaldsgolfbók?: Góð villibráð, slæ ekki hendinni á móti góðu rauðvíni með góðum mat. Á mér svo sem enga uppáhalds bók, er alæta á tónlist nema kannski svona síbiljumúsik. Get ekki sagt heldur að ég eigi uppáhaldskvikmynd, alla vega engin sem situr eftir.
Notarðu hanska, ef svo er hvaða? Já ég nota hanska og hefur mér líka mjög vel við FJ hanska
Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing? Phil Mickelson kemur sterkur inn, finnst hann flottur karakter og svo er það unglingurinn hún Lydia Ko.

Lydia Ko og Phil Mickelson eru uppáhaldskylfingar Huldu.
Hvert er draumahollið? Ég og….. já þegar stórt er spurt, það væri t.d. Mickelson, Mcilroy og Fowler.
Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín? Er með Taylor Made járn, 5 og 7 tré frá Taylor made, Cleveland hálfvita og driver 10,5 gráður einnig frá Taylor Made, Odyssey pútter. Uppáhaldskylfan eins og stendur er 5 tréð.
Hefir þú verið hjá golfkennara? Já hef fengið tilsögn en mætti vera duglegri við það.
Hver er besti golfkennari á Íslandi? Get því miður ekki svarað því, eflaust margir góðir.
Ertu hjátrúarfull? Jaaaa, já kannski svolítið
Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu? Markmiðin í golfinu eru að sjálfsögðu að reyna bæta mig og þá aðallega í stutta spilinu, er allt of löt að æfa það en ætla að reyna standa við það þetta sumarið 😊 Hvað lífið varðar þá er það að lifa, vera og njóta stundarinnar.
Hvað finnst þér best við golfið? Það er bara allt gott við golfið, hvort sem maður er einn ferð eða í góðum hópi. Félagsskapurinn, útiveran, pælingarnar. Golfið eiginlega vindur ofan af deginum svo maður verður endurnærður á eftir.
Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)? Ég mundi segja frekar há og hef stundum allt of litla trú á sjálfri mér, eitthvað sem ég þarf að vinna í.
Kanntu einhverja skemmtilega sögu af þér á golfvellinum eða geturðu sagt frá einhverju vandræðalegu sem fyrir þig hefir komið í golfi?: Man nú reyndar ekki eftir neinu í augnablikinu, en hver hefur ekki lent í því að ´mæta bara í inniskónum í golfmót og golfskórnir skildir eftir vel pússaðir heima 😊
Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum? Nr. 1 er að fara til golfkennara svo þú lærir nú réttu handtökin frá byrjun, síðan er það þolinmæði nr. 2, 3 og 4 og hafa gaman. Gleyma slæmu höggunum strax en muna eftir þeim góðu, hafa trú á sjálfum sér.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
